„Ísland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 159:
Íslendingar eru í megindráttum [[Norðurlönd|norræn]] þjóð. Landið byggðist upphaflega norrænum mönnum, einkum frá [[Noregur|Noregi]], [[Svíþjóð]], [[Danmörk|Danmerkur]] og [[Keltar|Keltum]] frá nýlendum [[Víkingar|víkinga]] á [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]] og Íslendingar hafa í gegnum tíðina átt mest samskipti við helstu fiskveiðiþjóðir á [[Norður-Atlantshaf]]i. Til er kenning um að Íslendingar séu að uppruna sérstakur þjóðflokkur, aðgreindur frá öðrum þjóðflokkum á norðurlöndum („[[Herúlakenningin]]“) en sú kenning hefur ekki fengið mikinn hljómgrunn. Á síðari tímum hafa ýmsar kenningar um uppruna þjóðarinnar verið settar fram með [[erfðafræði]]legum rökum. Þá er talað um að flestar konur sem hingað komu hafi verið keltneskar (flestar ambáttir) en karlarnir að miklu leyti norrænir.
 
Íbúafjöldi landsins sveiflaðist á milli um 30.000 og 80.000 við hefðbundinn efnahag í bændasamfélagi fyrri alda {{heimild vantar}}. Á [[19. öldin|19.]] og [[20. öldin|20. öld]] hefur Íslendingum fjölgað nokkuð ört og nú eru íbúar landsins um 370.000. Árið 2011 gaf [[Hagstofa Íslands]] út þrjár tegundir mannfjöldaspáa fyrir 1. janúar 2060: lágspá sem spáir fólksfjöldanum 386.500, miðspá sem spáir fyrir 436.500 og háspá sem spáir 493.800 manns.<ref>[http://www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=5218 Spá um mannfjölda 2010-2060]{{sic}}, [https://hagstofa.is/lisalib/getfiletrack.aspx?ItemID=11237 Spá um mannfjölda 2010–2060 (Population projection 2010–2060)]</ref><ref>{{mbl|innlent/2011/05/31/islendingar_433_000_arid_2060|Íslendingar 433.000 árið 2060}}</ref>
 
Um 65% íbúa búa á [[Höfuðborgarsvæðið|Höfuðborgarsvæðinu]] eða um 233.000 manns (2020). Um 6% búa í strjálbýli, þ.e. í byggðakjörnum undir 200 manns. <ref>[https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/mannfjoldi/mannfjoldi-eftir-byggdakjornum-2001-2020/ Mannfjöldi e. byggðakjörnum]Hagstofa, skoðað 22. júlí 2020</ref>
 
=== [[Innflytjendur á Íslandi]] ===