„Hannibal“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Skipti út Battle_trebia.gif fyrir Mynd:Battle_trebia-en.png (eftir CommonsDelinker vegna þess að: file renamed or replaced on Commons).
Lína 28:
=== Orrustan við Trebia ===
Hættuleg herganga Hannibals tók hann inn í rómversk yfirráðasvæði og ónýtti tilraunir óvinarins til að leysa aðalvandamálið á erlendri grundu. Skyndileg koma hans til Pó dalsins gerði honum kleift að skilja Galla dalsins frá nýju bandalagi þeirra við Rómverja áður en Róm gat stöðvað uppreisnina.
[[Mynd:Battle trebia-en.gifpng|thumb|right|300px|Orrustan við Trebia. Blái liturinn stendur fyrir Karþverja en sá rauði fyrir Rómverja.]]
Ræðismaðurinn, [[Scipio Africanus|Publius Cornelius Scipio]], sem stjórnaði rómverska hernum sem sendur var til að stöðva Hannibal, bjóst ekki við því að Hannibal myndi reyna að fara yfir Alpana þar sem Rómverjarnir voru tilbúnir að heyja stríðið í Íberíu. Með of lítinn herafla enn þá í Gallíu gerði Scipio tilraun til að stöðva Hannibal. Hann ákvað snögglega að sigla her sinn til Ítalíu sem hann og gerði og var nógu snöggur til að stöðva Hannibal. Eftir litla hvílu til að leyfa hernum að ná sér tryggði Hannibal fyrst afturhluta sinn með því að sigra óvinveitta Taurini ættbálkinn. Herir Scipios og Hannibals hittust í fyrsta skiptið í smávægilegum bardaga við Ticinus þar sem meirihluti 6.000 riddara Hannibals börðust við allt riddaralið Scipios og hluta velites manna hans (velites hermenn börðust með léttum kastspjótum og ekki í návígi nema tilneyddir). Hannibal vann bardagann og Scipio særðist illa. Þetta neyddi Rómverjana til að fara af sléttum Lombardy. Þótt þessi sigur hafi verið smávægilegur áorkaði hann miklu, margir Gallar gengu í lið Hannibals og með Göllunum var her Hannibals núna 40.000 menn. Nú var Hannibal tilbúinn til að gera innrás í Ítalíu. Scipio hopaði yfir Trebia ánna og skipaði í herbúðir hjá Placentia bænum og beið eftir liðsauka.