Munur á milli breytinga „Stykkishólmur“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 7 mánuðum
ekkert breytingarágrip
(Bæjarstjóri)
}}
[[Mynd:Stykkisholmur10Ice.JPG|thumb|right|Stykkishólmur]]
'''Stykkishólmur''' er [[bær]] og [[sveitarfélag]] við [[Breiðafjörður|Breiðafjörð]] á norðanverðu [[Snæfellsnes]]i. Stykkishólmur er stærsti þéttbýliskjarninn á Snæfellsnesi. Bæjarbúar í Stykkishólmi eru í daglegu tali nefndir Hólmarar. Sjávarútvegur hefur verið einn helsti atvinnuvegurinn áí Stykkishólmmi og [[skelveiðar]] þá sérstaklega en meira er orðið um [[ferðaþjónusta|ferðaþjónustu]] og annan þjónustuiðnað.
 
Höfn er mjög góð frá náttúrunnar hendi í Stykkishólmi og fyrir utan innsiglinguna ver þverhnýpt Súgandisey hana ágangi. Stórskipabryggja var byggð út í Stykkið, hólma þann sem kaupstaðurinn ber nafn af árið 1907. Frá Stykkishólmi gengur [[Breiðafjarðarferjan Baldur]] yfir [[Breiðafjörður|Breiðafjörðinn]] að [[Brjánslækur|Brjánslæk]] á sunnanverðum [[Vestfirðir|Vestfjörðum]]. Margvíslegar hafnarbætur hafa átt sér stað síðan og var [[dráttarbraut]] fyrir allt að 100 lesta báta byggð í Stykkishólmi árið 1941 og svo önnur fyrir 400 lesta báta á árunum 1963-1967.
Óskráður notandi