„Jakob Jakobsen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 8 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q919996
m Hlekkur (með JWB)
Lína 5:
Foreldrar hans voru: Hans Nicolai Jacobsen (1832–1919) frá Þórshöfn, og Johanne Marie Hansdatter (1816–1899) frá [[Sandey (Færeyjum)|Sandey]] ([[Sandoy]]). Jakob var yngstur þriggja barna, hann átti tvær eldri systur, Sigrid Niclasen (1854–1927) og Önnu Horsbøl (1856–1940). Faðir hans var [[bókbindari]] og rak bókaverslun í Þórshöfn. Verslunin, [[H. N. Jacobsens Bókahandil]], var stofnuð 1865 og er enn starfrækt; hún er elsta bókaverslun í Færeyjum og setur skemmtilegan svip á miðbæinn, timburhús með torfþaki.
 
Jakob Jakobsen fór í gagnfræðaskólann í Þórshöfn, þar sem í ljós komu góðar námsgáfur á sviði tungumála. Þegar hann var 13 ára fór hann til Kaupmannahafnar og varð stúdent frá Herlúfshólmsskólanum vorið 1883. Hann fór svo í Háskólann og brautskráðist vorið 1891 með dönsku sem aðalgrein og frönsku og latínu sem aukagreinar. Árið 1897 hlaut hann doktorsnafnbót fyrir verk sitt ''Det norrøne sprog på Shetland'' (''Norræna málið á Hjaltlandi''). Eftir það starfaði hann eingöngu sem fræðimaður, þó að hann frá 1914 væri að nafninu til [[dósent]] við Háskólann í [[Aberdeen]]. Hann fór í margar rannsóknarferðir, til [[Færeyjar|Færeyja]], [[Hjaltland]]s, [[Orkneyjar|Orkneyja]] og [[Skotland]]s, en komst ekki til [[Suðureyjar|Suðureyja]] og [[Mön (Írlandshafi)|Manar]] eins og hann hafði hugsað sér. Hann bjó lengst af í [[Kaupmannahöfn]].
 
Í háskólanum kynntist Jakob Jakobsen Íslendingnum [[Bogi Th. Melsteð|Boga Th. Melsteð]] og höfðu þau kynni talsverð áhrif á hvert áhugamál hans beindust. Reyndar sinnti Jakobsen nokkuð íslenskum fræðum síðar á ævinni, þýddi [[Gunnlaugs saga ormstungu|Gunnlaugs sögu ormstungu]] yfir á færeysku (1900) og gaf út Austfirðinga sögur í fræðilegri útgáfu.