„Hallvard Magerøy“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m WPCleaner v1.39b - Fixed using Wikipedia:WikiProject Check Wikipedia (DEFAULTSORT með sérstökum stöfum)
m Hlekkur (með JWB)
 
Lína 4:
Foreldrar: Nils Magerøy (1883–1961) kennari og Sofia Apeland (1892–1922).
 
Hallvard Magerøy fæddist í Borgundi við [[Álasund]] í Vestur-Noregi. Hann varð stúdent í Volda 1936, cand. phil. í norrænum fræðum frá [[Háskólinn í Osló|Háskólanum í Osló]] 1946, með latínu og sögu sem aukagreinar. Næstu þrjú árin var hann á rannsóknarstyrk og var þá um tíma í [[Kaupmannahöfn]] og á Íslandi. Hann var [[lektor]] í norsku við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] 1949–1952, síðan styrkþegi hjá norska rannsóknaráðinu til 1956 þegar hann vann að doktorsritgerð sinni og lauk doktorsprófi 1958 með riti sínu ''Studiar i Bandamanna saga''. Hann vann svo við útgáfu [[Norska fornbréfasafnið|Norska fornbréfasafnsins]] til 1962, varð þá [[dósent]] í norrænum fræðum við Óslóarháskóla og loks prófessor í íslensku þar 1974, uns hann fór á eftirlaun í árslok 1983.
 
Hallvarður gaf út og þýddi íslensk fornrit og ritaði margt um þau efni og menningarleg samskipti Íslands og Noregs. Auk [[Bandamanna saga|Bandamanna sögu]] fjallaði hann sérstaklega um [[Ljósvetninga saga|Ljósvetninga sögu]] og [[Böglunga sögur]], en allar þessar sögur eru til í fleiri en einni gerð. Niðurstaða hans um Bandamanna sögu var að báðar gerðir sögunnar ættu sameiginlegan ritaðan uppruna og að lengri gerðin væri eldri og ætti að vera aðaltexti í útgáfu. Ekki voru allir fræðimenn sáttir við þetta, því að styttri gerðin var af þungavigtarmönnum talin upprunalegri. Hallvarður svaraði gagnrýni þeirra í tímaritsgrein 1966 og eru viðhorf hans til sögunnar nú viðurkennd af flestum. Eftir 1970 vann hann með Finn Hødnebø að nýrri útgáfu [[konungasögur|konungasagna]] sem kom út 1979 í tilefni af 800 ára afmæli Snorra Sturlusonar. Hóf hann þá rannsóknir á Böglunga sögum og gaf þær út í fræðilegri útgáfu 1988.