Munur á milli breytinga „Ludvig Holm-Olsen“

m
Hlekkur (með JWB)
m (Bot: Flyt 2 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q3441945)
m (Hlekkur (með JWB))
Foreldrar: Peter Olsen (1866–1950) skipstjóri, og kona hans Louise Holm (1885–1969).
 
Ludvig Holm-Olsen fæddist í Tromøy (nú Arendal) á [[Austur-Agðir|Austur-Ögðum]]. Hann varð stúdent frá Frogner-skóla í [[Osló]] 1932, og cand. mag. frá [[Háskólinn í Osló|Háskólanum í Osló]] 1940, með [[norska|norsku]] sem aðalgrein. Hann var styrkþegi í norrænni textafræði við Háskólann í Osló 1945–1949, og varð síðan [[dósent]] þar. Á árunum 1941–1949 vann hann að tæmandi skrá um orðaforðann í Konungs skuggsjá, fyrir [[fornnorska]] orðabók (Gammelnorsk ordboksverk). Liður í því var útgáfa hans á aðalhandriti Konungs skuggsjár, 1945, ásamt brotum úr norskum handritum þess verks, og úrvali leshátta úr íslenskum handritum. Doktorsritgerð hans (1952) fjallaði um handrit Konungs skuggsjár. Þar lagði hann grunninn að vísindalegri útgáfu verksins, sem hann vann lengi að, en tókst ekki að ljúka. Sýnishorn kom út 1970.
 
Hann tók að sér að ljúka útgáfu á handritinu AM 81a fol. (Skálholtsbók yngstu), sem [[Albert Kjær]] hóf árið 1910, og gaf Ludvig út tvö síðustu heftin, 1947 og 1986. Í þessu handriti eru [[Sverris saga]], [[Böglunga sögur]] og [[Hákonar saga Hákonarsonar]]. Í tengslum við það sökkti hann sér niður í rannsóknir á Sverris sögu og birti um söguna merka ritgerð: ''Studier i Sverres saga'', 1953. Á efri árum sínum vann hann að því að kynna hina fornu bókmenningu fyrir almenningi, og má þar t.d. nefna bókina ''Lys over norrøn kultur'', sem er mjög gott yfirlit um sögu norrænna fræða í Noregi.