„Gottlob Frege“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link FA template (handled by wikidata)
m Hlekkur (með JWB)
 
Lína 18:
 
== Ævi ==
Faðir Freges var kennari, sem sérhæfði sig í [[stærðfræði]]. Frege hóf háskólanám við háskólann í [[Jena]] árið [[1869]] en færði sig til [[Göttingen]] að tveimur árum liðnum. Þar hlaut hann [[doktorsgráða|doktorsgráðu]] í stærðfræði árið [[1873]]. Árið [[1875]] sneri hann aftur til [[Jena]] sem fyrirlesari. Árið [[1879]] varð hann [[dósent]] og árið [[1896]] [[prófessor]]. Frege hafði einungis einn nemanda, sem varð sjálfur frægur, [[Rudolf Carnap]]. Börn hans létust öll áður en þau uxu úr grasi en árið [[1905]] ættleiddi hann son.
 
Árum saman var [[Heinrich Scholtz]] við háskólann í [[Münster]], þar sem handritum Freges var komið fyrir eftir andlát hans, eini fræðimaðurinn, sem sýndi Frege einhvern áhuga. Mörg þeirra handrita, sem Frege lét eftir sig, glötuðust í [[Síðari heimsstyjöldin|síðari heimsstyrjöldinni]]. Fyrsta [[enska]] þýðingin á verkum Freges kom út árið [[1950]].