„Þorsteinn Gylfason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 2 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q3482094
m Hlekkur
Lína 22:
Þorsteinn brautskráðist frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið [[1961]] og hélt þaðan í nám til [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]. Hann lauk námi í heimspeki frá [[Harvard University|Harvard]] [[háskóli|háskóla]] [[ár]]ið [[1965]] en stundaði [[framhaldsnám]] og [[rannsókn]]ir í heimspeki við [[Magdalen College]] í [[Oxford University|Oxford]] háskóla á [[Bretland|Bretlandi]] árin [[1965]]-[[1971]].
 
Þorsteinn [[kennari|kenndi]] heimspeki við Háskóla Íslands frá því að byrjað var að kenna þar heimspeki til [[B.A.]]-prófs. Hann hóf að kenna við skólann árið [[1971]], varð [[lektor]] árið [[1973]], [[dósent]] árið [[1983]] og prófessor árið [[1989]]. Hann var mikill [[nýyrði|nýyrðasmiður]] og bjó til mörg orð sem notuð eru um heimspeki á íslensku. Þorsteinn var líka mikilvirkur [[þýðandi]] og þýddi fjölda heimspekiverka og [[ljóð]]a. Hann hlaut [[íslensku bókmenntaverðlaunin]] árið [[1997]] fyrir bók sína ''[[Að hugsa á íslenzku]]''. Þorsteinn var sæmdur [[riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu|riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu]] af [[Forseti Íslands|Forseta Íslands]] árið [[1994]].
 
Þorsteinn stofnaði [[ritröð]]ina [[Lærdómsrit Hins íslenzka bókmenntafélags]] og [[ritstjóri|ritstýrði]] henni í 27 ár. Hann stofnaði einnig ritröðina [[Íslensk heimspeki]] (''Philosophia Islandica'') sem er einnig gefin út af [[Hið íslenzka bókmenntafélag|Hinu íslenzka bókmenntafélagi]]. Þorsteinn var forstöðumaður [[Heimspekistofnun Háskóla Íslands|Heimspekistofnunar Háskóla Íslands]] árin [[1982]]-[[1991]] og var [[kosningar|kjörinn]] heiðursfélagi í [[Félag áhugamanna um heimspeki|Félagi áhugamanna um heimspeki]] á aðalfundi þess þann [[17. mars]] [[2004]]. Þakkarræðu Þorsteins má nálgast á [http://www.heimspeki.hi.is Heimspekivef Háskóla Íslands]. Í ræðunni fjallar Þorsteinn m.a. um heimspekiáhuga sinn frá [[bernska|bernsku]].