„Úígúrar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 6:
== Þjóðarímynd ==
Upphaflega átti heitið „Úígúr“ við um [[Tyrkir|tyrkneskar]] þjóðir sem bjuggu þar sem nú er [[Mongólía]]. Ásamt svokölluðum [[Göktyrkir|Göktyrkjum]] voru Úígúrar ein stærsta tyrkneska þjóðin í [[Mið-Asía|Mið-Asíu]]. Samkvæmt 83. bindi hins opinbera sagnarits kínverska keisaraveldisins um [[Suiveldið]] frá byrjun 7. aldar voru Úígúrar komnir af ættbálkum tyrkneska [[Tiele]]-þjóðarbrotsins, sem rak sjálft uppruna sinn til [[Xiongnu]]-þjóðarinnar (sem gjarnan er talin skyld [[Húnar|Húnum]]). Úígúrar voru hluti af [[Rúrankanatið|Rúrankanatinu]] frá 460 til 545 og lutu síðan stjórn [[Heptalítar|Heptalíta]] frá 541 til 565 áður en Heptalítar gengu til liðs við veldi Göktyrkja. Á tíma [[Norður-Wei]]veldisins (386–534) voru Úígúrar í slagtogi við aðra tyrkneska þjóð, ''gaotsja'', sem komin var af þjóðarbrotinu Ting-ling, tyrkneskumælandi þjóð sem nefnd er í ritum kínverskra sagnaritara [[Hanveldið|Hanveldisins]].
 
Í kínverskri sagnaerfð frá tíma Tangveldisins voru Úígúrar sagðir afkomendur Húna og Gaotsja og voru taldir undirgefnir Göktyrkjum. Kínverjar kölluðu Úígúra ''huihe'', sem varð seinna kínverska orðið yfir [[Íslam|múslima]] og er nú notað yfir annað þjóðarbrot í Kína. Orðið Gaotsje merkir „háir vagnar“ og vísar til ferðamáta þjóðarinnar.
Lína 21:
Eftir mörg ár af innanlandsófriði og hungursneyð var Úígúrkanatið árið 840 hernumið af annarri tyrkneskri þjóð, [[Kirgisar|Kirgisum]]. Eftir ósigurinn gegn Kirgisum mynduðu Úígúrar konungsríkið [[Qocho]] ásamt öðrum tyrkneskum þjóðarbrotum. Þetta konungsríki varði til ársins 1209, en þá lagði [[Gengis Kan]] það undir sig og limaði það inn í [[Mongólaveldið]].
 
Úígúrar sem bjuggu þar sem nú er [[Kasakstan]] höfðu tekið upp [[íslam]]strú fyrir 11. öld og myndað furstadæmi sem sagnfræðingar kalla [[Kara-Khanid-kanatið]]. Úígúrar í konungsríkinu Qocho tóku hins vegar upp [[búddatrú]]. Báðir trúarhópar Úígúra héldu fyrst og fremst tryggð við trú sína en ekki við sameiginlegt þjóðerni. Eftir að [[Seljúkveldið|Seljúkar]] náðináðu völdum í [[Íran]] gerðust Úígúrar í Kara-Khanid-kanatinu bandamenn þeirra.
 
Heitið „úígúr“ sem sérstakt þjóðarheiti virðist hafa verið endurvakið árið 1921 með stofnun úígúrska byltingarhópsins ''Inqilawi Uyghur Itipaqi'', sem aðhylltist bæði [[Þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]] og [[Kommúnismi|kommúnisma]] í bandalagi við [[Sovétríkin]].<ref name=b>BROPHY, DAVID. ''Taranchis, Kashgaris, and the 'Uyghur Question' in Soviet Central Asia.'' Inner Asia, vol. 7, no. 2, 2005, pp. 163–184., www.jstor.org/stable/23615693.</ref><ref name="Starr2015">{{cite book|author=S. Frederick Starr|title=Xinjiang: China's Muslim Borderland: China's Muslim Borderland|url=https://books.google.com/books?id=FOvqBgAAQBAJ&pg=PT111|date=4 March 2015|publisher=Taylor & Francis|isbn=978-1-317-45136-5|page=111}}</ref> Einnig finnast þó eldri dæmi um að stúdentar og kaupmenn í Rússlandi hafi notað heitið. Kínverski stríðsherrann [[Sheng Shicai]], sem réð yfir Xinjiang frá 1933 til 1944, viðurkenndi Úígúra formlega sem einn af 15 kynþáttum Kína og vék þannig frá ríkjandi stefnu [[Kuomintang]]-stjórnarinnar, sem viðurkenndi lagalega aðeins fimm þjóðarbrot innan Kína.<ref>James A. Millward, ''Eurasian crossroads: A history of Xinjiang'' (New York: Columbia University Press, 2007), ss. 207-9.</ref>