„Fyrsta alþjóðasambandið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Vesteinn (spjall | framlög)
Ný síða: '''Alþjóðasamtök verkalýðsins''' eða '''Fyrsta alþjóðasambandið var stofnað í London 1864 og starfaði til 1876. Í því voru þeir sem seinna áttu eftir að skiptast...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 8. júlí 2020 kl. 01:18

Alþjóðasamtök verkalýðsins eða Fyrsta alþjóðasambandið var stofnað í London 1864 og starfaði til 1876. Í því voru þeir sem seinna áttu eftir að skiptast í kommúnista, sósíalista og anarkista. Alþjóðasamtökin samanstóðu af hópum, samtökum og verkalýðsfélögum margra landa. Fyrsta þing þeirra var haldið í Genf í Sviss 1866. Á hátindi sínum höfðu samtökin alls um 8 milljónir manns innan vébanda sinna, að eigin sögn. Klofningur varð árið 1872, um spurninguna um ríkisvaldið: Anarkistar fóru þá sína eigin leið en kommúnistar og aðrir sósíalistar sína eigin. Alþjóðasamtökin voru lögð niður 1876, en Annað alþjóðasambandið var stofnað nokkrum árum síðar, 1889.