Munur á milli breytinga „Jair Bolsonaro“

379 bætum bætt við ,  fyrir 1 mánuði
ekkert breytingarágrip
 
 
Í mars árið 2020 var tilkynnt að Bolsonaro hefði greinst með kórónaveirusjúkdóminn [[COVID-19]]. Bolsonaro og sonur hans drógu síðar þessar fregnir í vafa og sögðu þær ósannar þrátt fyrir að hafa áður staðfest þær í viðtali hjá fréttastöðinni [[Fox News]].<ref>{{Vefheimild|titill=Bolsonaro neitar því að hafa greinst með kórónuveiruna|url=https://www.visir.is/g/202019378d/bolsonaro-greindist-med-koronuveiruna|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2020|13. mars|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=13. mars|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Bolsonaro hefur gert lítið úr [[Kórónaveirufaraldur 2019-2020|kórónaveirufaraldrinum]] og hefur sakað fjölmiðla um að blekkja almenning í því skyni að skapa múgæsing yfir „örlítilli hitasótt“.<ref>{{Vefheimild|titill=Brazil's Jair Bolsonaro says coronavirus crisis is a media trick|url=https://www.theguardian.com/world/2020/mar/23/brazils-jair-bolsonaro-says-coronavirus-crisis-is-a-media-trick|útgefandi=''[[The Guardian]]''|ár=2020|mánuður=23. mars|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=12. apríl|höfundur=Tom Phillips|tungumál=enska}}</ref> Í faraldrinum hefur Bolsonaro hvatt landsmenn til þess að aflétta samkomubönnum og óhlýðnast samskiptafjarlægð og hefur komist í kast við fylkisstjórnir Brasilíu sem hafa viðhaldið slíkum ráðstöfunum til að hefta útbreiðslu veirunnar.<ref>{{Vefheimild|titill=Em meio a disparada de casos da Covid-19, Bolsonaro mais uma vez defende 'volta à normalidade'|url=https://extra.globo.com/noticias/coronavirus/em-meio-disparada-de-casos-da-covid-19-bolsonaro-mais-uma-vez-defende-volta-normalidade-24365831.html|útgefandi=''Extra''|ár=2020|mánuður=11. apríl|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=12. apríl|tungumál=portúgalska}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Brazil: Bolsonaro Sabotages Anti-Covid-19 Efforts|url=https://www.hrw.org/news/2020/04/10/brazil-bolsonaro-sabotages-anti-covid-19-efforts|útgefandi=[[Mannréttindavaktin]]|ár=2020|mánuður=10. apríl|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=12. apríl|tungumál=enska}}</ref> Stuðningsmenn Bolsonaros í São Paulo, þar sem flest tilfelli COVID-19 hafa greinst, hafa mótmælt samkomubanni fylkisstjórnarinnar og meðal annars hindrað för sjúkrabíla í gegnum borgina í mótmælaskyni.<ref>{{Vefheimild|titill=Coronavírus: durante quarentena, manifestantes fazem buzinaço em São Paulo|url=https://veja.abril.com.br/brasil/coronavirus-durante-quarentena-manifestantes-fazem-buzinaco-em-sao-paulo/|útgefandi=''Veja''|ár=2020|mánuður=11. apríl|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=12. apríl|tungumál=portúgalska}}</ref> Í júní höfðu um 34.000 manns látist úr veirunni í Brasilíu og um 640.000 smit höfðu greinst samkvæmt opinberum talningum. Bolsonaro taldi tölurnar ekki gefa rétta mynd af ástandinu og lét því hætta að birta þær þann 7. júní.<ref>{{Vefheimild|titill=Hætta að birta heildartölur um látna og smitaða í Brasilíu|url=https://www.visir.is/g/20201977939d/haetta-ad-birta-heildartolur-um-latna-og-smitada-i-brasiliu|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2020|mánuður=7. júní|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=8. júní|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref> Hæstiréttur landsins gerði stjórninni síðar að halda áfram birtingu talanna.<ref>{{Vefheimild|titill=Brasilía birtir á ný upplýsingar um kórónaveirutilfelli|url=https://www.ruv.is/frett/2020/06/10/brasilia-birtir-a-ny-upplysingar-um-koronaveirutilfelli|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2020|mæanuður=10. júní|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=22. júní|höfundur=Anna Sigríður Einarsdóttir}}</ref>
 
Bolsonaro staðfesti þann 7. júlí að hann hefði greinst með COVID-19.<ref>{{Vefheimild|titill=Forseti Brasilíu með kórónuveiruna|url=https://www.visir.is/g/20201989033d/forseti-brasiliu-med-koronuveiruna|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2020|mæanuður=7. júlí|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=7. júlí|höfundur=Tryggvi Páll Tryggvason}}</ref>
 
==Tilvísanir==