„Túnis“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 50:
Túnis nær yfir 163.610 ferkílómetra. Nyrsti oddi landsins og jafnframt álfunnar er [[Ras ben Sakka]]. [[Sikileyjarsund]] skilur milli Túnis og [[Sikiley]]jar, en það er um 145 km á breidd. Aðeins 60 km undan strönd Túnis er [[Ítalía|ítalska]] eyjan [[Pantelleria]]. Túnis er frjósamt land með miklar strendur sem laða að ferðamenn. Efnahagslíf landsins er fjölbreytt og byggist á [[landbúnaður|landbúnaði]], [[olía|olíuvinnslu]], [[náma]]vinnslu, [[iðnaður|iðnframleiðslu]] og [[ferðaþjónusta|ferðaþjónustu]].
[[Arabíska]] er opinbert mál og 98% íbúa eru [[íslam|múslimar]]. [[Franska|Frönskukunnátta]] er algeng.
 
==Heiti==
Nafn Túnis er dregið af borginni [[Túnis (borg)|Túnis]] sem í dag er höfuðborg landsins. Rót orðsins er úr máli berba ⵜⵏⵙ sem merkir „að leggjast niður“ eða „tjaldbúðir“.<ref>Rossi, Peter M.; White, Wayne Edward (1980). ''Articles on the Middle East, 1947–1971: A Cumulation of the Bibliographies from the Middle East Journal''. Pierian Press, University of Michigan. s. 132.</ref> Það hefur stundum verið tengt við fönísku gyðjuna [[Tanit]].<ref>Room, Adrian (2006). ''Placenames of the World: Origins and Meanings of the Names for 6,600 Countries, Cities, Territories, Natural Features, and Historic Sites.'' McFarland. s. 385. </ref><ref>Taylor, Isaac (2008). ''Names and Their Histories: A Handbook of Historical Geography and Topographical Nomenclature''. BiblioBazaar, LLC. s. 281. </ref>
 
Í ýmsum málum fær landaheitið latnesku endinguna ''-ia'' eins og í ensku, ''Tunisia'', og frönsku ''Tunisie'', en borgin heitir þá ''Tunis''. Í öðrum málum, til dæmis arabísku, rússnesku og spænsku, eru heiti landsins og borgarinnar skrifuð eins.
 
Meðan landið var undir yfirráðum Rómaveldis í fornöld hét það [[Afríka (rómverskt skattland)|Afríka]] eða Ifriqiya. Heiti heimsálfunnar er dregið af því.
 
==Stjórnmál==