Munur á milli breytinga „Stjórnarskrá Rússlands“

ekkert breytingarágrip
 
[[Mynd:Red copy of the Russian constitution.jpg|thumb|right|250px|Stjórnarskrá forseta Rússlands]]
'''Stjórnarskrá Rússlands''' ([[rússneska]]: ''Конституция России'') eru æðstu lög [[Rússland]]s sem voru samþykkt af stjórnlagaþinginu [[12. desember]] [[1993]]. Stjórnarskrá Rússlands er nánast óbreytanleg en til þess að breyta henni þarf mikinn meirihluta á þingi og auk þess í mörgum tilfellum, þjóðaratkvæðagreiðslu. Henni hefur þó verið breytt nokkrum sinnum.
 
Síðast voru gerðar breytingar á stjórnarskránni með stórtækri endurskoðun sem staðfest var í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 1. júlí árið 2020. Með breytingunum var hjónaband formlega skilgreint sem samband milli karls og konu og þannig loku skotið fyrir að [[hjónaband samkynhneigðra]] verði leyft í Rússlandi með almennum lögum. Jafnframt var embættistíð [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] Rússlandsforseta núllstillt með breytingunum og möguleikinn því opnaður á að hann bjóði sig fram til endurkjörs í fimmta sinn.<ref>{{Vefheimild|titill=Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti breytingar Pútíns|url=https://www.ruv.is/frett/2020/07/01/yfirgnaefandi-meirihluti-samthykkti-breytingar-putins|útgefandi=RÚV|höfundur=Dagný Hulda Erlendsdóttir|ár=2020|mánuður=1. júlí|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=4. júlí}}</ref> Með stjórnarskrárbreytingunum var einnig fært inn ákvæði sem felur í sér viðurkenningu á „forfeðrum sem létu [Rússum] eftir hugsjónir sínar og trú á guði“, bannað var að gera lítið úr framlagi [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldinni]] og bannað að leggja til að Rússar láti nokkurn tímann af hendi landsvæði sem þeir ráða yfir (til að mynda umdeild landsvæði eins og [[Kúrileyjar]] og [[Krímskagi|Krímskaga]]).<ref>{{Vefheimild|titill=Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá|url=https://www.visir.is/g/202010952d|útgefandi=''Vísir''|höfundur=Kjartan Kjartansson|ár=2020|mánuður=3. mars|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=4. júlí}}</ref>
 
==Tilvísanir==
<references/>
 
[[Flokkur:Stjórnarskrár|Rússland]]
[[Flokkur:Rússnesk stjórnmál]]