„Kais Saied“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 31:
Saied ákvað að gefa kost á sér sem óháður frambjóðandi í forsetakosningum sem haldnar voru árið 2019 og mældist snemma með forskot í skoðanakönnunum.<ref>{{Vefheimild|tungumál=fr|titill=Tunisie : Kais Saied en tête, selon des résultats portant sur 27 % des votes|url=http://www.lefigaro.fr/flash-actu/tunisie-kais-saied-en-tete-selon-des-resultats-portant-sur-27-des-votes-20190916|mánuður=16. september2019|website=lefigaro.fr|útgefandi=''[[Le Figaro]]''|mánuðurskoðað=3. júlí|árskoðað=2020}}</ref> Í kosningaherferð sinni lagði Saied áherslu á baráttu gegn [[spilling]]u og á virðingu við stjórnarskrá og lög Túnis, auk þess sem hann vakti athygli á hófsömum meinlætalifnaði sínum.<ref name="LePoint 2019">{{Vefheimild|tungumál=fr|höfundur=Benoît Delmas|titill=Tunisie : Kaïs Saïed, un Robespierre en campagne|url=https://www.lepoint.fr/afrique/tunisie-kais-saied-un-robespierre-en-campagne-11-09-2019-2335234_3826.php|mánuður=11. september|ár=2019|vefsíða=lepoint.fr|mánuðurskoðað=3. júlí|árskoðað=2020}}</ref><ref>{{Vefheimild|tungumál=fr|titill=Kaïs Saïed : une campagne électorale atypique|url=https://www.leaders.com.tn/article/27926-kais-saied-une-campagne-electorale-atypique-album-photos|mánuður=10. september|ár=2019|vefsíða=leaders.com.tn|mánuðurskoðað=3. júlí|árskoðað=2020}}</ref> Mest fylgi sótti Saied til ungra landsmanna með háskólagráður.<ref name="LePoint 2019"/>
 
Saied lenti í fyrsta sæti með 18,40 % atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna þann 15. september. Í öðru sæti var fjölmiðlajöfurinn [[Nabil Karoui]] með 15,58 %. Kosið var á milli Saied og Karoui í annarri kosningaumferð þann 13. október en þar vann Saied yfirburðasigur og hlaut 72,71 % atkvæða.<ref>{{Vefheimild|tungumál=fr|titill=Kais Saied président de la République avec 72,71 % des voix annonce l'ISIE|url=https://www.huffpostmaghreb.com/entry/kais-saied-president-de-la-republique-avec-72-71-des-voix-annonce-lisie_mg_5da4a557e4b080c90e3cdcc3|mánuður=14. október|ár=2019|vefsíða=huffpostmaghreb.com|mánuðurskoðað=3. júlí|árskoðað=2020}}</ref> Kjör hans þótti bera merki um óánægju Túnisa með ríkjandi stjórnvöld í landinu og brostnar vonir um fyrirheit byltingarinnar 2011.<ref>{{Vefheimild|tungumál=fr|höfundur=Agnès Gruda|titill=Kaïs Saïed, le président tunisien inattendu|url=https://www.lapresse.ca/international/afrique/201910/16/01-5245671-kais-saied-le-president-tunisien-inattendu.php|mánuðir=16. október2019|vefsíða=lapresse.ca|mánuðurskoðað=3. júlí|árskoðað=2020}}</ref>
 
Saied var svarinn í embætti þann 23. október 2019. Í innsetningarræðu sinni hvatti hann Túnisa til að sameinast gegn hryðjuverkum og til að tryggja áunnin réttindi túniskra kvenna, auk þess sem hann lofaði að vernda og efla efnahags- og samfélagsleg réttindi landsmanna.<ref name="serm"/>