„Viðeyjarkirkja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Hjálmar Hj. (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Hjálmar Hj. (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 30:
'''Viðeyjarkirkja''' er [[kirkja]] í [[Viðey]] við [[Reykjavík]]. Kirkjan var hlaðin úr steini á árunum [[1767]] til [[1774]] og var að einhverju leyti notast við grjót sem gengið hafði af þegar Viðeyjarstofa var reist. Danskur arkitekt, [[Georg David Anthon]], teiknaði kirkjuna. Hún stendur rétt hjá [[Viðeyjarstofa|Viðeyjarstofu]]. Kirkjan var vígð árið [[1774]] og er næstelsta steinkirkja landsins.
 
Viðeyjarkirkja er í [[Dómkirkjuprestakall]]i í[[ Reykjavíkurprófastdæmi vestra]]. Fornleifauppgröftur hefur sýnt að kirkja mun hafa verið byggð í Viðey á 12. öld og árið 1225 var stofnað þar [[Viðeyjarklaustur|klaustur]] af [[Ágústínusarregla|Ágústínareglu]] en hvatamenn að klausturstofnun voru [[Þorvaldur Gissurarson]] og [[Snorri Sturluson]]. Menn Danakonungs rændu og saurguðu klaustrið og ráku munkana burt árið [[1539]]. [[Jón Arason]] endurreisti klaustrið og lét reisa [[virki]] í Viðey en klaustrið var svo endanlega lagt niður við [[Siðaskiptin á Íslandi|siðaskiptin]] skömmu síðar.<gallery>
</gallery>Í kirkjugarðinum eru grafnir meðal annars [[Ólafur Stephensen]] [[stiftamtmaður]] og sonur hans [[Magnús Stephensen (f. 1762)|Magnús Stephensen]] [[konferensráð]] og [[Gunnar Gunnarsson |Gunnar Gunnarsson]] skáld.
 
Í kirkjugarðinum eru grafnir meðal annars [[Ólafur Stephensen]] [[stiftamtmaður]] og sonur hans [[Magnús Stephensen (f. 1762)|Magnús Stephensen]] [[konferensráð]] og [[Gunnar Gunnarsson |Gunnar Gunnarsson]] skáld.
 
[[Þjóðminjasafnið]] lét gera upp byggingarnar í Viðey á árunum [[1967]] til [[1979]] og árið [[1987]] undir stjórn [[Þorsteinn Gunnarsson|Þorsteins Gunnarssonar]].
 
Innréttingar Viðeyjarkirkju eru með þeim elstu sem varðveist hafa hér á landi. Predikunarstóllinn er fyrir miðju altari sem er óvenjulegt í íslenskum kirkjum en var algengt á Norðurlöndum á 18. öld.<gallery>
Mynd:Viðeyjarkirkja að innan 4.jpg|Predikunarstóll fyrir ofan altari
</gallery>
 
== Tenglar ==