ekkert breytingarágrip
TKSnaevarr (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
TKSnaevarr (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
||
Hinrik hafði mikinn áhuga á sjóferðum og á því að finna siglingaleið frá Evrópu til [[Indland]]s, sem hann taldi réttilega að væri að finna sunnan við Afríku. Sem landstjóri [[Algarve]], syðsta héraðs Portúgals, lét Hinrik stofna siglingafræðistofnun og skóla. Skólar Hinriks voru reistir á [[Vincenthöfði|Vincenthöfða]], þar sem Íberíumenn í heiðni höfðu talið að guðirnir söfnuðust saman á kvöldin til að fylgjast með sólinni setjast.<ref name=æskan/>
Hinrik lét jafnframt reisa skipasmíðastöð og sendi nýþjálfaða sjómenn úr skólum sínum út á [[Atlantshaf]] til að leita nýrra landa og kanna strendur Afríku. Framtak Hinriks bar árangur árið 1418 þegar menn hans fundu [[Madeiraeyjar]] og námu þar land fyrir Portúgal. Lengst af áttu leiðangrar Hinriks erfitt framdráttar vegna hjátrúar Portúgala og ótta við að leggja í langferðir suður eftir ströndum Afríku. Ferðir hans komust á nokkuð skrið eftir að hann sendi landkönnuðinn [[Gil Eanes]] árið 1433 til að sigla suður fyrir [[Bojadorhöfði|Bojadorhöfða]] í Marokkó.<ref name=æskan/> Í fyrstu tilraun sinni mistókst Eanes að komast suður fyrir höfðann, en þess í stað hraktist skip hans í vesturátt, þar sem hann kom til [[Kanaríeyjar|Kanaríeyja]]. Í seinni tilraun sinni tókst Eanes að sigla suður fyrir Bojadorhöfða og kom með plöntur frá Afríku til Hinriks sem vitnisburð um för sína.<ref name=víkingur>{{Vefheimild|titill=Hinrik sæfari: Prinsinn sem eyddi ævi sinni í þágu
Á næstu árum sigldu Portúgalar lengra en áður og komu meðal annars til [[Senegal]] og [[Grænhöfðaeyjar|Grænhöfðaeyja]]. Hinrik lést árið 1460, rúmum fjörutíu árum eftir fund Madeiraeyja. Störf hans höfðu þá hrundið af stað [[Landafundatímabilið|landafundatímabili]] Portúgala og áttu eftir að leggja grunnin að [[Portúgalska heimsveldið|hinu mikla verslunarveldi Portúgala]] sem reis á 15. og 16. öld. Árið 1488 tókst landkönnuðinum [[Bartolomeu Dias]] að sigla að suðurodda Afríku og árið 1497 tókst [[Vasco da Gama]] að finna siglingaleið til Indlands suður um Afríku líkt og Hinrik hafði séð fyrir sér.
|