„Belgrad“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Míteró (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 13:
'''Belgrad''' ('''Београд''' eða '''Beograd''' á [[serbneska|serbnesku]]) er stærsta borg og [[höfuðborg]] [[Serbía|Serbíu]]. Við borgina eru [[ármót]] [[Dóná]]r og [[Sava]]. Borgin er ein af þeim elstu í [[Evrópu]] og á rætur sínar að rekja allt til um 6000 f.Kr.<ref>{{vefheimild|url=http://www.beograd.org.yu/cms/view.php?id=320|titill=Discover Belgrade|útgefandi=Opinber heimasíða Belgrad}}</ref> Í henni búa um 1.200.000 manns, hún er stærsta borg fyrrum Júgóslavíu og fjórða stærsta borg Suð-Austur Evrópu á eftir [[Istanbul]], [[Aþena|Aþenu]] og [[Búkarest]].
 
Á því svæði sem Belgrad er í dag hafðist forsögulegur þjóðflokkur [[Vinča]] við. Borgin var stofnuð á tímum [[Keltar|Kelta]] og [[Rómarveldi]]s en á [[7. öld]] tóku [[Slavar]] að byggja borgina. Serbía tilheyrði [[Austur-rómverskaAustrómverska keisaradæmið|Austur-rómverska keisaradæminu]], var undir [[Frankar|Frönkum]], [[Búlgaría|Búlgörum]], [[Ungverjaland|Ungverjum]] og Serbum áður en [[Ottómanveldið]] lagði Belgrad undir sig árið [[1521]]. Belgrad var höfuðborg sjálfstæðs ríkis Serba frá árinu [[1403]] til [[1427]] en féll þá aftur til Ottómana. Serbía hlaut sjálfstæði árið [[1841]]. Á [[20. öld]] var Belgrad höfuðborg [[Konungsríki Serba, Króata og Slóvena|Konungsríkis Serba, Króata og Slóvena]] á árunum [[1918]]-[[1929|29]], 1929-41 [[Konungsríkið Júgóslavía|Konungsríkisins Júgóslavíu]] og loks [[1945]]-[[1992|92]] [[Sósíalíska sambandslýðveldið Júgóslavía|Sósíalíska sambandslýðveldisins Júgóslavíu]].
 
Belgrad hefur töluverða [[sjálfsstjórn]] innan Serbíu og er [[borgarstjórn]]in þónokkuð valdamikil. <ref>{{vefheimild|url=http://www.beograd.org.yu/cms/view.php?id=201014|titill=Heimasíða borgarstjórnar Belgrad|útgefandi=Opinber heimasíða Belgrad}}</ref> Borginni er skipt í 17 smærri hverfiseiningar sem hvert fyrir sig hefur sérstakt hverfisráð. Borgin nær yfir 3,6% af landssvæði Serbíu og u.þ.b. 21% fólksfjöldans (að [[Kosovo]] frátöldu) býr innan borgarmarkanna.