„Hekl“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 3:
'''Hekl''' er aðferð við að vinna úr [[garn]]i með því að nota [[heklunál]] en það er nál með krók á öðrum endanum. Heklunálar eru misþykkar eftir því hve þykkt garn er unnið. Við hekl er notað samfellt garn eins og við [[prjón]] og er unnið með eina lykkju. Bandið er dregið í gegnum lykkjuna með heklunálinni. Grunnaðferðir í hekli eru loftlykkja, keðjulykkja, fastapinni, hálfstuðull og stuðull. Með grunnaðferðum má mynda margs konar mynstur. Teppi eru hekluð með [[stjörnuhekl]]i, [[bylgjuhekl]]i eða sett seman úr [[ömmuferningur|ömmuferningum]] (ömmudúllum). Einnig er til [[krabbahekl]], [[krókódílahekl]] og [[netahekl]].
 
==Saga hekls á Íslandi==
Hekl er yngra en prjón og nútímahekl er rakið til aðferðar sem kölluð er taburerin en þar er aðferð þegar heklað er í ofinn dúk. Talið er að hekl hafi borist til Íslands með skóla sem Þóra Grímsdóttir og Ágústa Grímsdóttir ráku 1851 til 1853 í [[Dillonshús]]i að Suðurgötu 3 og svo með [[Kvennaskólinn í Reykjavík|Kvennaskólanum í Reykjavík]] sem var stofnaður [[1874]].

Áhersla var lögð á [[hannyrðir]] í þessum skólum og kunnátta breiddist út með námsmeyjum þaðan. Árið [[1886]] kom út fyrsta hannyrðabókin á íslensku og þar er grein um hekl. Á tímabili var til siðs að hekla [[milliverk]] í rúmföt og voru rúmföt með hekluðu milliverki notuð til spari og yfirleitt var heklað milliverk bæði í söngurver og koddaver. Í koddaver voru oftast gerð horn og hekluð blúnda utan um koddann. Mynstur af þessum milliverkum bárust á milli með því að konur teiknuðu upp mynstur á fallegum milliverkum.
 
 
Lína 107 ⟶ 109:
== Tenglar ==
* [http://hdl.handle.net/1946/1876 Hvað er hekl?]
 
{{commonscat|Crochet}}
 
[[Flokkur:Handavinna]]
[[Flokkur:Hannyrðir]]