„Ragnheiður Jónsdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kvk saga (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Ragnheiður var ein tólf systkina og varð eiginkona tveggja biskupa á [[Hólar|Hólum]]. Hún var þriðja kona (1674) [[Gísli Þorláksson|Gísla Þorlákssonar]] og seinni kona [[Einar Þorsteinsson|Einars Þorsteinssonar]] (1696) en hann varð bráðkvaddur eftir aðeins eins mánaðar hjónaband. Ragnheiður þótti einn besti kvenkostur á Íslandi á sinni tíð og var mikilvirk hannyrðakona. Eftir að Ragnheiður varð ekkja, og fluttist frá Hólum, bjó hún langa hríð á [[Gröf á Höfðaströnd]] með Odd digra bróðir sinn sem ráðsmann. Ragnheiður tók nemendur í hannyrðanám, bæði meðan hún var biskupsfrú á Hólum 1674 til 1684, og einnig meðan hún bjó á Gröf.
 
Myndir af Ragnheiði prýða íslenska [[5000 króna seðill|5000 króna seðilinn]]. Reynt var að finna myndefni sem tengdist íslenskum konum og framlagi þeirra þegar [[kvennafrídagurinn]] var nýafstaðinn og kona, [[Vigdís Finnbogadóttir]], orðin [[forseti Íslands]] og var Ragnheiður ein af þeim konum í Íslandssögunni sem heimildir eru um. Á framhlið seðilsins er Ragnheiður og fyrri maður hennar Gísli Þorláksson biskup ásamt tveimur fyrri konum Gísla. Á bakhlið seðilsins er Ragnheiður ásamt tveimur stúlkum við [[hannyrðir]] og til hliðar er [[fangamark]] úr [[sjónabók]] Ragnheiðar.

Stórt [[barokkmálverk]] sem Ragnheiður lét gera og sem varðveitt er á [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafninu]] er grunnurinn að mannamyndunum. Á seðlinum sést hún sitja í stól með kistusæti sem hún átti og nú er varðveittur í Þjóðminjasafninu, einnig heldur hún á sjónabók sem er til á safninu. Einnig er stuðst við og [[altarisklæði]] úr [[Laufáskirkja|Laufáskirkju]] sem talið er hennar verk og með hennar fangamarki. Sjónabók, stóll, tvær fatakistur, trafaöskjur, a.m.k.að minstakosti tvö bréf og handskrifuð sálmabók merkt Ragnheiði hafa varðveist.
 
== Heimildir ==
Lína 10 ⟶ 12:
*{{vefheimild|url=http://aes.iupui.edu/rwise/banknotes/iceland/icelandp53b-5000Kronur-L1961(1986-)-donated_f.jpg|titill=Mynd af framhlið 5000 kr. seðils|mánuðurskoðað=10. júlí|árskoðað=2006}}
*{{vefheimild|url=http://aes.iupui.edu/rwise/banknotes/iceland/icelandp53b-5000Kronur-L1961(1986-)-donated_b.jpg|titill=Mynd af bakhlið 5000 kr. seðils|mánuðurskoðað=10. júlí|árskoðað=2006}}
 
{{fd|1646|1715}}
 
[[Flokkur:Kvenréttindi á Íslandi|Ragnheiður Jónsdóttir]]
[[Flokkur:Handavinna|Ragnheiður Jónsdóttir]]
[[Flokkur:Saga Íslands|Ragnheiður Jónsdóttir]]
[[Flokkur:ÍslenskarHannyrðir|Ragnheiður konurJónsdóttir]]
[[Flokkur:Handavinna{{fd|1646|1715|Ragnheiður Jónsdóttir]]}}