„Wikipedia:Potturinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 536:
:::: Á meðan þær verndanir sem voru fjarlægðar var allt í lagi að fjarlægja ætla ég að setja varnagla við frekari fjarlægingu verndana. Það eru nokkrar Disney myndir eftir sem ekki er búið að afvernda. Þó þessi eina afverndun á tilvísunar síðunni sé í lagi, þá er ég á móti því að afvernda frekari tilvísanir. Ég er aftur á móti sammála því að fjarlægja verndun af þeim greinum sem eftir eru. Skemmdarverkin á sínum tíma fólust meðal annars í sér að færa síðurnar og það er mun minni ástæða til að breyta tilvísununum heldur en greinunum sjálfum og þá sérstaklega af notanda sem skilur ekki íslensku eins og þessi hér. Verndunarstiginu á þessum greinum hefur verið breytt áður, þá með þeirri útkomu að skemmdarverk hófust aftur, af notanda sem hafði lofað öllu fögru. Það ber því að taka öllum beiðnum um þessar greinar með fyrirvara og vera ekki of trúgjarn. Verndunin gerir það að verkum að það eru helst íslenskir notendur sem geta breytt greinunum og því er ekki einhver missir falinn í því eins og notandinn vill meina, enda skilur hann ekki hvernig verndanir virka. Ef ásetningur hans er í raun góður þá getur hann alveg skráð sig sem notanda og leyft okkur að sjá fyrst hvað hann ætlast fyrir (með nokkrum breytingum) fyrst, það þarf ekki breytingar á verndunum til þess.--[[Notandi:Snaevar|Snaevar]] ([[Notandaspjall:Snaevar|spjall]]) 22. júní 2020 kl. 23:39 (UTC)
:::: Sjá einnig [[:meta:Steward_requests/Global/2019-08#Global_block_for_2602:306:83A9:3D00:0:0:0:0/64]]. Ég hafði greinilega rétt fyrir mér. Hann hefur verið bannaður á öllum WMF vefsvæðum, þar með talið hér. Engin ástæða til að bíða eftir að hann fremji skemmdarverk hér þegar hann hefur þegar gert það á öðrum WMF vefsvæðum.--[[Notandi:Snaevar|Snaevar]] ([[Notandaspjall:Snaevar|spjall]]) 23. júní 2020 kl. 00:27 (UTC)
 
:::: Ég tel að fyrst eigi að prófa að setja tímasetta verndun sem gæti verið dagar, mánuðir eða ár. Ef reynslan sýnir að það dugi ekki væri hægt að ýmist ákveða enn lengra verndartímabil eða ótímasetta. Sé eingöngu um einn einstakan aðila að ræða er ólíklegt (eftir atvikum) að viðkomandi sé svo þolinmóður að bíða í langan tíma til þess eins að halda áfram. Á meðan Wikipedia leyfir breytingar almennt af hálfu óinnskráðra notenda ættum við að forðast að láta skemmdarverk eins eða fárra aðila skemma þetta frelsi fyrir öðru óinnskráðu fólki með góðan ásetning. Þó geta auðvitað verið atvik þar sem reynslan sýnir að réttlætanlegt er að setja ótímasetta eða afar langa vernd án þess að bíða eftir (frekari) skemmdarverkum, eins og forsíðan sjálf og síður um hitaþrungin umdeild málefni. -[[Notandi:Svavar Kjarrval|Svavar Kjarrval]] ([[Notandaspjall:Svavar Kjarrval|spjall]]) 23. júní 2020 kl. 09:37 (UTC)