„The Last of Us Part II“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 27:
== Söguþráður ==
 
Sagan gerist fimmfjórum árum eftir fyrsta leikinn þar sem Ellie (Ashley Johnson) og Joel (Troy Baker) hafa fundið nýtt líf hjá Tommy, bróður Joels, í Jackson. Ellie kynnist nýjum vinum, þar á meðal Dinu (Shannon Woodworth) sem hún hefur ástarsamband við. En skyndilega hrifsar ofbeldisfullur atburður nýja lífið og vini hennar frá henni og fer hún hefndarferð til þess að drepa þá sem að frömdu voðaverkið.
 
Einn dag þegar Joel og Tommy eru í eftirlitsferð um Jackson, er þeir handsamaðir af skæruliðahershópi frá Seattle að nafni Washington Liberation Front. Einn meðlimurinn, Abby (Laura Bailey), á eitthvað ógert við Joel og pyntir hann. Ellie reynir að koma þeim til bjargar en er handsömuð og neyðist að horfa upp á Abby berja Joel til dauða með golfkylfu. Hópurinn þyrmir Ellie og Tommy og heldur af stað heim til Seattle.
 
Nokkrum dögum seinna ákveður Ellie að halda til Seattle til drepa alla sem áttu aðild að morði Joels. Dina fer með henni og saman reyna þær að fá allt voðafólkið til svara fyrir gjörðir sínar hvað sem það kostar.
 
== Leikarar og hlutverk ==