„Wikipedia:Potturinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 482:
: Styð eindregið að það er mikilvægt að sporna við þessu og almennt hafa strangar reglur um heimildir og markverðugleika varðandi æviágrip lifandi fólks. Það er eins og TKSnaevarr segir frekar vont að þurfa að eyða greinum, mjög leiðinlegt því fólk getur tekið það nærri sér. Enska wikipedia er með miklu strangari viðmið en íslenska sem er reyndar eðlilegt miðað við stærð. Mér finnst líka óviðeigandi greinar sem líta út eins og CV og eru með einhverjum sparðatíningi um störf fólks (sjá t.d. greinar um suma háskólaprófessora). Kannski er fyrsta skrefið að fara yfir hvaða greinar hafa verið skrifaðar á þessu ári um núlifandi fólk og reyna að greina hvað er að þeim greinum. --[[Notandi:Salvor|Salvör Kristjana]] ([[Notandaspjall:Salvor|spjall]]) 17. júní 2020 kl. 21:38 (UTC)
:: Skoðaði t.d. greinina  [[Heiðrún Lind Marteinsdóttir]] og geri tillögu um tvennt. Greinar um fólk verði að vera bitastæðari amk nokkrar setningar og í þessari grein er bara ein setning sem fjallar um einstakling og starf hans. Það mætti koma í veg fyrir að upplýsingar verði úreltar að fara fram á að upplýsingar séu ekki orðaðar í nútíð heldur komi fram hvenær viðkomandi tók við starfi, það er þá auðvelt að breyta þegar viðkomandi fer í annað starf. Í þessu tilviki þá myndi orðasambandið "núverandi framkvæmdastjóri" verða "varð árið 2017 framkvæmdastjóri". Einnig sýnist mér í þessari grein vera ekki nógu nákvæmt vitnað í heimildir, það er vitnað í viðtal við hana sjálfa í einhverju blaði en í textanum kemur bara fram timarit.is en það er samt tenging á réttan stað. --[[Notandi:Salvor|Salvör Kristjana]] ([[Notandaspjall:Salvor|spjall]]) 17. júní 2020 kl. 21:48 (UTC)
:: Hér er ný grein með æviágripi [[Óli Gunnar Gunnarsson]]   Sá sem skrifar greinina vitnar í alls konar viðtöl á vefsíðum blaða og setur líka tengingar í ytri tengla inn í greininni. Þessi grein virðist réttmæt en ekki heimildir og sumt er of mikið hól og/eða sparðatíningur. Það er mikið af svona greinum sem eru ekki beint auglýsing heldur svona wikipedia notuð fyrir CV. Velti fyrir mér hvort ekki eigi að merkja svona greinar strax með að það þurfi að lagfæra þær. En þá þarf að vera til efni til að vísa fólki á. --[[Notandi:Salvor|Salvör Kristjana]] ([[Notandaspjall:Salvor|spjall]]) 18. júní 2020 kl. 23:14 (UTC)
 
== 50.000 greinar! ==