„Hljómar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
m vantaðiorðabil
Lína 24:
}}
 
'''Hljómar''' voru [[rokk]]hljómsveit af [[Suðurnes]]junum, stofnuð [[5. október]] árið [[1963]] <ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2636074 Alþýðublaðið 1968]</ref> og starfaði í sex ár, eða til ársins [[1969]]. Hljómar voru ein vinsælasta hljómsveit [[Ísland]]s á ofanverðri [[ 20. öld]], og með henni hóf bítlamenningin innreið sína á Íslandi fyrir alvöru.
 
Hljómsveitin Hljómar var stofnuð af yngstu meðlimum hljómsveitar [[Guðmundur Ingólfsson|Guðmundar Ingólfssonar]], [[Gunnar Þórðarson|Gunnari Þórðarsyni]] gítarleikara, [[Einar Júlíusson|Einari Júlíussyni]] söngvara og [[Erlingur Björnsson|Erlingi Björnssyni]] gítarleikara. Þeir fengu til liðs við sig trommarann [[Eggert Kristinsson]] og [[Rúnar Júlíusson]] sem lék á bassa. Hljómsveitin lék fyrst í [[Krossinn (skemmtistaður)|Krossinum]] í [[Ytri-Njarðvík]] en sló í gegn á landsvísu eftir tónleika í [[Háskólabíó]]i [[4. mars]] [[1964]]. Hljómar voru fyrsta [[Ísland|íslenska]] bítlahljómsveitin sem náði almennum vinsældum. Hljómsveitin starfaði með nokkrum mannabreytingum til [[1969]] þegar hún leystist upp. Nokkrir meðlimir hennar tóku þátt í stofnun [[Trúbrot]]s 1969.