„Majaveldið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Majaveldið''' var mesóamerísk siðmenning sem átti uppruna sinn í Mið-Ameríku, þar sem nú er [[Mexíkó]], [[Gvatemala]], [[Belís]], vesturhluta [[Hondúras]] og [[El Salvador]]. [[Majar]] voru þekktir fyrir [[ritmál]] sitt, list, byggingarlist og uppgötvanir í [[stærðfræði]] og [[stjörnufræði]].[[Mynd:Mayamap.png|thumb|300px|Majaveldið í Mið-Ameríku.]]Saga Majaveldis hefur verið skipt í þrjú tímabil; forklassíska, klassíska og síðklassíska. Forklassíska tímabilið stóð yfir frá árinu 2000 f.Kr. til 250 e.Kr. Á þessu tímabili komst siðmenning Maja á fót. Klassíska tímabilið stóð yfir frá árinu 250 til ársins 900. Majaveldið var í mestum blóma á þeim tíma. Árið 1000 hófst hnignun veldisins og stöðnun en ástæður þess eru okkur enn ókunnar. Þrátt fyrir mikla hnignun og fólksfækkun í stórum borgum, voru Majar enn uppi á síðklassíska tímabilinu sem stóð yfir frá árinu 950 til 1539. Að lokum var hver borgin á eftir annari yfirgefin og veldi Maja, sem náði yfir 1000 ára tímabil, leið undir lok.
 
[[Samfélag]] Maja var byggt á akuryrkju. Maísræktun var undirstaðan en Majar ræktuðu þó einnig fjölda nytjajurta, s.s. afbrigði af chilipipar og baunum, sætar kartöflur, tómata, lárperur, grasker, kakó, vanillu, tóbak, baðmull og hamp. Verslun í Majaveldi var umfangsmikil og vörur eins og eðalsteinar, málmar, sjaldgæfar fjaðrir og fleira bárust langt að. Vöruskipti voru stunduð meðal Maja en þeir notuðu gjarnan kakóbaunir sem [[Gjaldmiðill|gjaldmiðil]].