m
ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip |
|||
'''Verðbréf''' er útgefið skjal sem er [[ávísun]] á verðmæti og hefur [[Peningar|peningagildi]] miðað við t.d. [[gengi]] [[hlutabréf]]a fyrirtækis. Nákvæm og fræðileg skýring á verðbréfum er að til verðbréfa teljast öll framseljanleg kröfuréttindi til peningagreiðslu eða ígildis hennar, svo og framseljanleg skilríki fyrir eignaréttindum að öðru en fasteignum eða einstökum lausafjármunum. Þegar rætt er um verðbréf í daglegu tali er oftast átt við hlutabréf eða skuldabréf.
Verðbréfum má skipta í fjóra flokka.<ref name=":1" />
* Innlend hlutabréf
* Innlend skuldabréf
=== Hlutabréf ===
Hlutabréf eru sönnunargöng sem gefin eru út til hluthafa fyrir þeim hlut sem hann á í [[Hlutafélag|hlutafélagi]]. Þau geta verið gefin út með rafrænum hætti í verðbréfamiðstöð eða sem skriflegt skjal.<ref name=":1">Áhætta fjármálagerninga. (e.d.).
Sótt 8. maí 2015 af http://www.straumur.com/um-straum/ahaetta-fjarmalagerninga/ </ref>
==== Jöfnunarhlutabréf ====
==== Ríkisskuldabréf ====
Ríkisskuldabréf gefur ríkið út til að fjármagnar rekstur sinn að hluta, sem er einn af þeim tekjustofnum sem hægt er að grípa til, auk skattstofna og annara tekjuliða. Þessi verðbréf eru í dag kölluð ríkisbréf, sem ætluð eru til langs tíma og ríkisvíxlar, sem ætlaðir eru til skemmri tíma en eins árs. Þessi bréf eru óverðtryggð og bera ýmist fasta vexti á fyrirfram gefnu tímabili eða breytilega vexti, sem geta breyst á tímabilinu. Fyrirkomulag þessarar útgáfu hefur verið talinn góður kostur fyrir almenning sem sparnaðarleið, enda höfuðstóllinn ríkistryggður, en einnig hafa ríkisskuldabréf verið vænlegur kostur fyrir fjárfesta sem vilja
http://bankinn.landsbankinn.is/fjarhagur/2011/08/18/Um-Rikisskuldabref/</ref>
Ríkisbréf geta einnig gengið kaupum og sölum eftir að þau hafa verið keypt í fyrsta sinn. Þannig geta ný bréf á frummarkaði farið á [[Eftirmarkaður|eftirmarkað]] og miðast verðgildi þeirra þá við þróun- verðbólgu og vaxta hverju sinni. Almennt eru slík bréf eftirsótt á eftirmarkaði á óvissutímum, þegar ekki er um nýja útgáfu ríkisskuldabréfa að ræða og jafnvel þótt ríkið hafi ákveðið að lækka vexti af þessum bréfum, eða þegar ríkið ákveður að gefa út ný bréf á hagstæðum vöxtum miðað við almenna markaðinn. Skatttekjur ríkisins, almennt, standa straum af afborgun þessara bréfa á gjalddaga.
== Sjóðir ==
'''Verðbréfasjóðir''' er safn verðbréfa. Tilgangur þeirra er að dreifa áhættu og draga úr sveiflum á ávöxtun með því að fjárfesta á fleiri en einum stað. Verðbréfasjóðir gera það að verkum að fjárfesting er síður háð verðbreytingum á ákveðnum flokki verðbréfa eða einstaka fyrirtækjum. Erlend hlutabréf geta hækkað á sama tíma og innlend hlutabréf hækka, eða öfugt.
'''Hlutabréfasjóður eða fjárfestingasjóður''' er sjóður sem tekur við fé eða fjármagni til sameiginlegrar fjárfestingar í [[Hlutabréf|hlutabréfum]] einstaka fyrirtækja eða öðrum hlutabréfasjóðum. Tilgangur og megin markmið þessara sjóða er að ávaxta fé sjóðsfélaga og dreifa áhættu með kaupum á fjármálagjörningum útgefnumaf mörgum aðilum. Fjárfestar geta keypt hlutdeildarskírteini sem staðfestingu á eignarhlut sínum í sjóðnum og átt þannig hlutfallslega kröfu á þau [[hlutabréf]] og aðrar eignir sem sjóðurinn á. Það má því segja að með kaupum í hlutabréfasjóði séu fjárfestar að kaupa hlut í mörgum félögum í gegnum sjóðinn. Sveiflur á gengi hlutabréfasjóða geta því verið töluverðar vegna verðbreytinga á þeim hlutabréfum sem sjóðurinn fjárfestir í og vegna sveiflna á gengi [[Gjaldmiðill|gjaldmiðla]].<ref name=":0">Landsbréf hlutabréfasjóðir -http://www.landsbref.is/hlutabrefasjodir/ahaettuthaettir/</ref>
Hlutabréfasjóður fjárfestir fyrst og fremst í hlutabréfum á markaði samkvæmt fyrirfram kunngerðri fjárfestingarstefnu og fær arð greiddan af þeim eftir atvikum. Stefnur sjóða geta verið mismunandi, fjárfestingar á innlendum hlutbréfum, fjárfestingar í erlendum hlutabréfum eða blanda af innlendum og erlendum fjárfestingum. Ávöxtun sjóðsins á hverjum tíma ræðst af arðgreiðslum og af verðbreytingum á eignum sjóðsins. Styrkur hvers sjóðs ræðst af undirliggjandi eignum hans, fjárhagslegum styrk útgefenda þeirra verðbréfa, sem sjóðurinn hefur fjárfest í og fjölmörgum öðrum þáttum, sem geta haft áhrif á verð þeirra.<ref name=":0" />
== Sala og viðskipti verðbréfa ==
Í kauphöllum fara viðskipti fram með hlutabréf og verðbréf. Bréfin eru nú orðið í formi tölvugagna en þau ganga engu að síður kaupum og sölum innan kauphallar. Tilboð eru gerð í bréfin í kauphöllum og sérstakir verðbréfamiðlarar hafa alla milligöngu um þessi viðskipti. Raunar eru kauphallir sem byggingar óþarfar í dag þar sem eigendur gefa skipanir um kaup og sölu í gegnum síma eða tölvupóst til verðbréfamiðlara, sem senda tilkynningu um viðskiptin til kauphallar, hvort sem bréf eru til sölu eða óskist keypt. Þá taka aðrir miðlarar við sér og bjóða bréf til sölu eða óska eftir kaupum. Öll þessi viðskipti fara í gegnum tölvukerfi kauphallar og eru þau skráð inn í sérstaka verðbréfavísitölu sem ákvarðar svo skráð viðmiðunargengi verðbréfa.
Árið 1985 var '''[[Kauphöll Íslands]]''' stofnuð af [[Seðlabanki Íslands|Seðlabanka Íslands]] og íslenskum bönkum. Árið
Stærri fyrirtæki hafa aðgang að sölu hlutabréfa í [[Kauphöll Íslands]] og hafa mörg þeirra komið og farið. Nafntoguð fyrirtæki hafa verið a listum kauphallarinnar og hafa til dæmis Össur og Marel verið þar áberandi. Einnig hafa móðurfélög verslunnarkeðja og ýmis fasteignafélög verið skráð í [[Kauphöll Íslands|íslensku kauphöllina]], ásamt fjölmörgum öðrum fyrirtækjum.
Stærsta kauphöll heims er staðsett á Wall Street í New York og nefnist [[Kauphöllin í New York|New York Stock Exhange eða NYSE]].
== Tengt efni ==
* [[Peningamarkaðssjóður]]
* [[Fyrirtæki]]
* Kauphöllin í New York
== Tilvísanir ==
* [[:en:Bond_(finance)|Bond (finance)]] sótt þann 06.05.2015
* [http://www.islandssjodir.is/sjodaurval/hlutabrefasjodir/ Íslandssjóðir - Hlutabréfasjóðir] sótt þann 08.05.2015
* [http://www.fjarfestar.is/verdbrefasjodir Íslenskir fjárfestar hf - Hvernig starfa verðbréfasjóður]
[[Flokkur:Fjármál]]
|