„Pýramídinn mikli í Gísa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Rokkstokk (spjall | framlög)
Í "Verkvit"-þættinum: Upplýsingar um þyngd steina voru fjarlægðar því þær upplýsingar koma fram á heppilegri stað annarstaðar í greininni. Ein góð setning um steinkistu í Konungsherberginu var færð í Konungsklefaþátt greinarinnar og smá fróðleik var bætt við.
Lína 17:
[[Mynd:Pyramidi-maelingar.jpg|thumb|350px|Alls kyns mál]]
Mikið verkvit liggur að baki byggingar Khufu-pýramídans. Jafnvel í dag væri erfitt að endurtaka slíkt nákvæmnisverk. Byggingin snýr nákvæmlega í [[höfuðátt|höfuðáttirnar fjórar]], svo aðeins skeika um 3 mínútur frá [[norður|hánorðri]]. Grunnlínurnar hliðanna eru svo til jafnar á allar hliðar, þó er um 19 cm skekkja á milli lengstu og stystu grunnlínanna. Einnig eru réttu hornin á grunnfletinum nákvæm, eitt er aðeins tvær sekúndur úr gráðu frá fullkomnu 90° horni. Efsti punktur Pýramídans er beint yfir miðpunkti grunnflatarins.
 
Byggingarblokkir Pýramídans vega allt frá 2,5 tonni upp í 15 tonn hver, en auk þess vega rauðu granítblokkirnar í Konungsklefanum frá 50-80 tonn. Þá steintegund er aðeins að finna í [[Aswan]], töluvert sunnar í Egyptalandi, og hefur væntanlega verið siglt með blokkirnar þaðan. Sjálf líkkistan ([[gríska]]: sarcophagus) er höggvin úr heilum steini en furðulegt þykir að bæði gangurinn og hurðaropið inn í herbergið er smærra en umfang kistunnar.
 
=== Grunnflöturinn ===
Lína 41 ⟶ 39:
 
=== Konungsklefinn ===
Hann er stærstur klefanna þriggja, 10,45 m langur, 5,20 m breiður og 5,80 m á hæð. Það er um það bil tvöfaldur teningur, líkt og einn teningur ofan á öðrum. Klefinn er talinn hafa átt að vera hinsti dvalarstaður konungs, en þar hafa aldrei fundist nokkur ummerki um lík né neitt annað sem tengist líksmurningum Forn-Egypta. Eina sem er og hefur fundist í Konungsklefanum er steinkista ([[gríska]]: sarcophagus). Hún er höggvin úr heilum granítsteini en furðulegt þykir að bæði gangurinn og hurðaropið inn í herbergið er smærra en umfang kistunnar. Stórt brot er á einu horni kistunnar og athygli vekur að kistan er ekki merkt né skreytt á neinn hátt. Því lítur út fyrir að konungurinn hafi aldrei verið grafinn þar. Leiðin inn í Konungsklefann er hins vegar mjög mikilfengleg, en hún liggur um mikinn gang, um 47 m langan og 8,48 m að hæð.
 
=== Drottningarklefinn ===