„Pýramídinn mikli í Gísa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Rokkstokk (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
== Mannvirkið ==
[[Mynd:Gizeh Cheops BW 1.jpg|thumb|left|[[Pýramídi]]nn mikli]]
Pýramídinn mikli stendur á Gísa-sléttunni, sem er núna í úthverfi [[Kaíró]]-borgar. Hann er 137 m á hæð í dag en var upphaflega 146 m. Ástæðan fyrir þessum mismun er sú að það vantar toppsteininn ([[gríska]]: pyramidion) ofan á hann en einnig hefur hann veðrast í gegnum árin. Hver grunnlína er 233 m, svo flatarmálið er 54.289 m² en rúmmál hans er um 2,5 milljón m³. Pýramídinn er talinn vega um 6 milljón tonn, þótt erfitt sé að gera sér fullkomlega grein fyrir þyngd hans. Mannvirkið er talið byggt úr ca. 2,5 milljón kalksteinblokka sem vega að meðaltali um 2,5 tonn en steinarnir eru misstórir og minnka eftir því sem ofar dregur. Kalksteinarnir sem mynda burðarvirki pýramídans voru fengnir í næsta nágrenni við Gísa og einnig frá Gísasléttunni sjálfri. Þyngstu steinarnir í pýramídanum eru granítsteinar sem koma frá námu í Aswan sem er um 870 kílómetra frá Gísa. Þessir steinar eru taldir vega allt að 80 tonnum og eru staðsettir efst innan í pýramídanum; sem þak svokallaðs Konungsherbergi og í miklu og dularfullu fimm hæða mannvirki sem staðsett er fyrir ofan Konungsherbergið og er stundum talið hafa þann tilgang að dreifa þyngd. Ekki eru allir fræðimenn sammála um það. Hvíti kalksteinninn sem myndaði ysta lag pýramídans hefur lengi verið talin koma frá Turanámunum, sem eru austan megin við Nílarfljót. Vísindarannsóknir hafa samt ekki getað staðfest þetta. Einnig má finna [[Alabastur|mjólkurstein]] (enska: alabaster) og basaltsteina[[basalt]]steina í pýramídanum.
 
Í dag telja fræðimenn að líklega hafi bygging pýramídans tekið um 14-20 ár og að henni hafi unnið u.þ.b. 30.000–50.000 frjálsir verkamenn á launum, en ekki þrælar eins og lengi var talið. Í upphafi var pýramídinn klæddur sléttum og slípuðum hvítum kalksteini, en í dag er svo til ekkert eftir af þeirri klæðningu. Talið er að þessi klæðning hafi verið svo vel pússuð að pýramídinn hafi glansað í sólskini. Einnig hefur hann þá glitrað í tunglskininu, sem hefur eflaust hjálpað mörgum villtum ferðalangi í [[eyðimörk]]inni. Helsta ástæða þess að klæðninguna vantar í dag er mikill [[jarðskálftijarðskjálfti]] sem varð árið [[1301]] e.Kr. en þá hrundi megnið af henni utan af pýramídanum. Þaðan tíndi fólk upp blokkirnar og notaði í byggingar í kring, sem enn má sjá í dag. Því er það í raun óvarið burðarvirkið sem við sjáum.
 
=== Hæsta bygging heims ===