„Lindisfarne“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 28 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q213804
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 5:
Í verkinu ''[[Historia Brittonum]]'' er eyjan kölluð [[fornvelska|fornvelsku]] nafni, ''Medcaut''. Írinn [[Aidan af Lindisfarne]] stofnaði munkaklaustur á eyjunni. Um árið [[635]] e.Kr. var hann sendur þangað frá [[Jóna (eyja)|Jónu]], sem liggur við vesturströnd [[Skotland]]s, að beiðni [[Ósvaldur af Norðymbralandi|Ósvalds af Norðymbralandi]]. Klaustrið varð miðstöð [[kristniboð]]s í Norður-Englandi og jafnvel var send þaðan sendisveit til [[Mersía|Mersíu]] og varð henni vel ágengt. Munkar frá Jónu fluttu til eyjarinnar. [[Cuthbert af Lindisfarne|Cuthbert]], verndardýrlingur [[Norðymbraland|Norðymbralands]], var munkur og síðar [[ábóti]] munkaklausturs á Lindisfarne. [[Beda prestur]] skrásetti æviágrip og öll kraftaverk Cuthberts. Seinna varð Cuthbert [[biskup]] af Lindisfarne.
 
Árið [[793]] gerðu [[víkingar]] árás á Lindisfarne og er sá atburður oft talinn marka upphaf [[víkingaöld|víkingaaldar]]. Árásin vakti mikla skelfingu á [[Vesturlönd]]um á þessum tíma og er sagt frá henni í [[Annáll Engilsaxa|Annál Engilsaxa]].:
:''Á þessu ári dundu ósköp yfir Norðymbraland og skelfdu fólkið mjög. Geysilegir stormar skullu á og eldspúandi drekar sáust á flugi. Mikil hungursneyð fylgdi, eftir að þessi tákn höfðu sést, og skömmu seinna, þann 8. júní, lögðu heiðnir menn í auðn kirkju Guðs á Lindisfarne, þar sem þeir rændu og drápu.''
 
== Heimildir ==