„Hafsteinn Guðmundsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Hafsteinn Guðmundsson''' (1. október 192329. apríl 2012) var íslenskur íþróttakennari og æskulýðsfrömuður. Hann lék landsleiki fyrir Íslands hön...
 
→‎Ferill: Bætti við tengli
 
Lína 4:
Hafsteinn fæddist og ólst upp í Reykjavík þar sem hann hóf ungur að æfa íþróttir með Knattspyrnufélaginu Val. Hann varð [[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|Íslandsmeistari í knattspyrnu]] fimm ár í röð, 1942-45 og í [[Úrvalsdeild karla í handknattleik|Íslandsmeistari í handbolta]] fjórum sinnum á árabilinu 1944 til 1951. Þá tók hann þátt í fyrsta leik [[Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu|knattspyrnulandsliðsins]], gegn Dönum árið 1946.
 
Hann útskrifaðist úr Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni árið 1947 og hóf í kjölfarið íþróttakennslu suður með sjó. Hann fluttist til Keflavíkur árið 1951 og hóf árið 1954 að spila knattspyrnu með heimamönnum. Hann var aðalhvatamaður þess að [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Íþróttabandalag Keflavíkur]] var stofnað árið 1956 og gegndi formennsku þess frá upphafi til 1975. Hann var auk þess spilandi [[Þjálfarar meistaraflokks Keflavíkur í knattspyrnu karla|þjálfari Keflavíkurliðsins]] á árunum 1958-60. Í formannstíð Hafsteins varð ÍBK fjórum sinnum Íslandsmeistari. Síðar gerðist hann formaður Ungmennafélags Keflavíkur frá 1978-1981.
 
Hafsteinn sat lengi í stjórn [[Knattspyrnusamband Íslands|Knattspyrnusambands Íslands]] og lét sig málefni landsliðsins miklu varða. Árið 1969 var hann skipaður ''landsliðseinvaldur'' og gegndi því næstu fjögur árin.<ref>{{vefheimild|url= https://www.ksi.is/um-ksi/frettir/pistlar/pistill/2012/05/10/Hafsteinn-Gudmundsson-Minning/|titill=Hafsteinn Guðmundsson - minning, ksi.is 10. maí 2012}}</ref> Í embættinu fólst að Hafsteinn var einráður um val landsliðshópsins, þótt landsliðsþjálfarinn sæi um stjórn liðsins að öðru leyti. Fram að þessu hafði val landsliðsins verið í höndum sérstakrar landsliðsnefndar, sem oft sætti gagnrýni.
 
 
== Tilvísanir ==