„Aleksandra Kollontaj“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 26:
Árið 1896 uppgötvaði rússneska lögreglan að Alexandra hefði verið viðriðin verkfall vefnaðarverkamanna í [[Sankti Pétursborg]]. Málið varð mjög viðkvæmt fyrir föður hennar, sem sá til þess að dóttir hans flytti með leynd burt frá Rússlandi. Í útlegð sinni frá Rússlandi kynntist Alexandra hópun rússneskra byltingarsinna í [[Genf]], [[París]] og [[London]], þar á meðal [[Georgi Plekhanov]] og [[Vladímír Lenín]]. Alexandra gekk í [[Sósíaldemókrataflokkur Rússlands|rússneska sósíaldemókrataflokkinn]] og var í fyrstu hlutlaus þegar flokkurinn klofnaði í [[Bolsévikar|bolsévika]] og [[Mensévikar|mensévika]]. Hún tók síðar afstöðu með mensévikum.<ref name=alþýðublaðið/>
 
Alexandra varði næstu árum sínar víðs vegar um Evrópu og hlaut grunnþjálfun fyrir störf í utanríkismálum. Árið 1915 sagði Kollontaj skilið við mensévika og gekk í lið með bolsévikum. Þegar [[fyrri heimsstyrjöldin]] braust út var Kollontaj í hópi þeirra jafnaðarmanna sem höfnuðu alfarið nokkrum stuðningi við stríðið. Frá 1916 til 1917 átti hún sæti í ritstjórn dagblaðidagblaðs rússneskra byltingarsinna, ''Novy Mir'', sem kom út í New York.<ref name=alþýðublaðið/>
 
===Byltingarferill===