Munur á milli breytinga „Kópavogur“

Engin breyting á stærð ,  fyrir 7 mánuðum
|}
 
Eins og í öðrum sveitarfélögum á Íslandi er kosið til bæjarstjórnar Kópavogs á fjögurra ára fresti. Bæjarstjórn kýs síðan [[Bæjarstjóri Kópavogs|bæjarstjóra]] og skipar í ýmis ráð og nefndir bæjarins. Bæjarstjórn Kópavogs er skipuð 11 fulltrúum úr 25 framboðum, en meirihlutasamstarf er með [[Sjálfstæðisflokkurinn|Sjálfstæðisflokknum]] og [[Björt framtíð|Framsóknarflokki]]. Þessi meirihluti hefur verið starfandi frá árinu 2018 þegar síðast var kosið til bæjarstjórnar. Forseti bæjarstjórnar er Margrét Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki. Bæjarstjóri Kópavogs er [[Ármann Kr. Ólafsson]], Sjálfstæðisflokki og Formaður bæjarráðs er Birkir Jón Jónsson úr Framsóknarflokki. <ref name="stjornsysla">{{vefheimild|url=https://www.kopavogur.is/is/stjornsysla/baejarstjorn/baejarstjorn-kopavogs|titill=www.kopavogur.is - Bæjarstjórn Kópavogs}}</ref>
 
Kópavogur er í [[Suðvesturkjördæmi]] og er fjölmennasta sveitarfélagið í kjördæminu. Fyrir breytingar á lögum um framkvæmdavald ríkisins árið 1989 var Kópavogur hluti Gullbringu- og Kjósarsýslu. Kópavogsbær er sérstakt sýslumannsumdæmi, en frá árinu 2007 hefur [[Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu|lögreglan á höfuðborgarsvæðinu]] séð um löggæslu í bænum. Kópavogur er í umdæmi [[Héraðsdómar Íslands|Héraðsdóms Reykjaness]].
Óskráður notandi