„Bandaríkin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 65:
Á 16. og 17. öld settust [[Spánn|Spánverjar]] að í núverandi [[Suðvesturríki Bandaríkjanna|Suðvesturríkjum Bandaríkjanna]] og [[Flórída]] þar sem þeir stofnuðu borgirnar [[St. Augustine]] 1565 og [[Santa Fe]] (í núverandi [[New Mexico|Nýju-Mexíkó]]) árið 1607. Fyrsta varanlega byggð [[England|Englendinga]] var [[Jamestown]] í [[Virginía (fylki)|Virginíu]], einnig árið 1607. Á næstu áratugum stofnuðu [[Holland|Hollendingar]] einnig nokkrar landnemabyggðir á austurströndinni, þar á meðal [[Nýja Amsterdam|Nýju Amsterdam]], sem seinna varð að [[New York-borg|New York]]. [[Svíþjóð|Svíar]] höfðu einnig hug á landnámi í Ameríku og stofnuðu [[Fort Christina]] árið 1637 en misstu þá byggð til Hollendinga 1655.
 
Þá hófst umfangsmikið landnám [[Bretland|Breta]] á austurströndinni. Landnemarnir voru að mestu látnir afskiptalausir af móðurlandinu fyrst um sinn eða fram að sigri Breta í [[Stríð Frakka- og indíánastríðiðindjána|Frakka- og indíánastríðinu]] en niðurstaða þess varð sú, að [[Frakkland|Frakkar]] gáfu eftir [[Kanada]] og svæðið í kringum [[Vötnin miklu]]. Þá fóru Bretar að innheimta skatta af 13 nýlendum sínum vestanhafs. Þetta þótti mörgum íbúum nýlendnanna ósanngjarnt þar sem þeim var neitað um að hafa málsvara í [[Breska þingið|breska þinginu]]. Spennan á milli Breta og landnemanna jókst þangað til að út braust stríð, [[Frelsisstríð Bandaríkjanna]], sem stóð frá 1776 til 1783.
 
=== Frá sjálfstæðisbaráttu til borgarastríðs ===