„Vífilsstaðavatn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Vífilsstadavatn.jpg|thumb|Vífilsstaðavatn (göngustígur við upplýsingaskilti)]]
'''Vífilsstaðavatn''' er vatn í [[Garðabær|Garðabæ]]. Vatnið er 27 hektarar. Vatnið og umhverfi þess voru friðlýst árið [[2007]] og nær friðlýsingin yfir 188 hektara en það eru vatnið og og hlíðarnar að sunnan- og austanverðu upp frá vatninu að meðtöldu Grunnavatnsskarði.
Í vatninu eru sérstæðir stofnar  [[Bleikja|bleikju]], [[Urriði|urriða]], [[Áll|áls]] og [[Hornsíli|hornsíla]]. Hornsílin í vatninu eru mjög sérstök þar sem þau skortir kviðgadda. Glerálar frá Ameríku og Evrópu ganga upp Vífilsstaðalæk í Vífilsstaðavatn og rannsóknir á lífríki vatnsins hafa leitt í ljós að á vatnasviði Vífilsstaðavatns mætast Evrópu- og Ameríkuálar en Ísland er eina landið sem vitað er að það gerist. í Hraunholtslæk við ósinn hefur flatfiskurinn [[Ósalúra]] fundist.
 
[[Andfuglar]] verpa við vatnið og [[mófuglar]] umhverfis það. Í vatnnu er fjöldi smádýra svo sem [[efjufló]], [[Rykmý|rykmýslirfur]], [[Vatnabobbi|vatnabobba]], [[vorfluga|vorflugupúpur]] og [[Blóðsuga|blóðsugur]].
 
Umhverfis vatnið er útivistarstígur um 2,6 km. Reist var heilsuhæli (berklahæli) á jörðinni [[Vífilsstaðir|Vífilstöðum]] og stendur húsið nálægt vatninu.
Reist var heilsuhæli (berklahæli) á jörðinni [[Vífilsstaðir|Vífilstöðum]] og stendur húsið nálægt vatninu.
 
==Heimildir==