„Víkingur Heiðar Ólafsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Asmjak (spjall | framlög)
Asmjak (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Víkingur Heiðar Ólafsson''' (fæddur [[14. febrúar]] [[1984]]) er íslenskur píanóleikari.
 
Víkingur hefur leikið á tónleikum víða í Evrópu, Asíu, Bandaríkjunum og Kanada<ref>http://www.harrisonparrott.com/artist/profile/vikingur-olafsson</ref> og komið fram sem einleikari með hljómsveitum á borð við Philharmonia Orchestra í Lundúnum<ref>http://www.birminghampost.co.uk/whats-on/arts-culture-news/review-philharmonia-orchestra-symphony-hall-10977143</ref>, Hljómsveit Danska ríkisútvarpsins<ref>http://www.b.dk/musik/vi-holder-med-vikingur</ref>, Fílharmóníusveitina í Turku í Finnlandi<ref>http://www.bach-cantatas.com/Bio/Olafsson-Vikingur.htm</ref> og BBC-sinfóníuhljómsveitina í Ulster<ref>http://www.belfasttelegraph.co.uk/entertainment/music/review-ulster-orchestra-is-pulling-out-all-the-stops-34119741.html</ref>. Víkingur hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir píanóleik sinn og tónlistarstarf, meðal annars Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2009<ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1316762/</ref> og Íslensku tónlistarverðlaunin átta sinnum. Árið 2014 gekk Víkingur til liðs við alþjóðlegu umboðsskrifstofuna Harrison Parrott<ref>http://www.harrisonparrott.com/news/icelandic-pianist-vikingur-olafsson-signs-to-harrisonparrott-for-general-management</ref>, árið 2016 skrifaði hann undir útgáfusamning hjá þýsku hljómplötuútgáfunni Deutsche Grammophon<ref name=":0">http://www.deutschegrammophon.com/en/artist/olafsson/</ref>, og gaf skömmu síðar út sína fyrstu hljómplötu undir merkjum hennar.