„Hringormar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Hringormar''' er safnheiti yfir [[Þráðormar|þráðorma]] sem lifa í [[Fiskur|fiski]]. Einkenni hringorma er hringrás þeirra milli dýra í sjó. Þeir sýkja dýr (hýsla) og taka sér bólfestu í þeim og berast á milli hýsla frá minna dýri að stærra dýri sem étur minni dýr með hringormi. Þannig berast hringormar frá örlitlum krabbadýrum til fiska og þaðan yfir í ránfiska, sjófugla, seli og hvali. Hringormar hafa hamskipti á þessari leið og þroskast frá einu lirfustigi í annað. Þau dýr sem bera sníkjudýrið með sér eru kölluð millihýslar en þau dýr sem bera með sér hringorma á kynþroskastigi og á stað þar sem æxlun fer fram kallast lokahýslar.
 
Á Íslandsmiðum eru hringormategundirnar [[selormur]] (Pseudoterranova decipiens) og [[hvalormur]] (Anisakis simplex) vandamál í [[Fiskvinnsla|fiskvinnslu]] og eru þeir hreinsaðir úr fiskflökum. Hringormar eru algengir hjá fiskum eins og keilu og þorski en ekki hjá ýsu. Hringormar eru ekki í ferskvatnsfiskum eins og laxi.