„Gilsbakki (Hvítársíðu)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímaforriti iOS app edit
Lína 15:
Sporður [[Hallmundarhraun|Hallmundarhrauns]] þekur breiða sléttuna milli róta brekkunnar sem bærinn stendur á og Hvítár. Austari hluti Hallmundarhrauns í löndum Gilsbakka og Fljótstungu kallast Gráhraun og vesturendinn Skógarhraun. [[Hraunfossar]] renna undan hrauninu í landi Gilsbakka út í Hvítá og [[Barnafoss]] er í Hvítá á jarðamörkum Gilsbakka og Hraunsáss stuttu ofan við Hraunfossana. Rétt neðan við Barnafoss er göngubrú yfir ána, upphaflega byggð 1891, en endurbyggð um 1954 og viðhaldið síðan.
<ref>* [https://timarit.is/page/1749670?iabr=on#page/n31/mode/1up/search/%22Guðmundur%20Helgason%22 Barnafossbrú 100 ára;] Mathias Á Mathiessen, Morgunblaðið 1. september 1991, bls. 32&ndash;33.</ref>
Er þetta fyrsta brúin sem byggð var yfir Hvítá í Borgarfirði og var notuð af bændum í [[Hálsahreppur|Hálsasveit]] og Reykholtsdal til þess að reka fé til sumarbeitar á Arnarvatnsheiði og sleppa þannig við erfið og hættuleg vöð yfir Geitá, Kaldá, Hvítá og Norðlingafljót.
 
Bærinn stendur hátt í aflíðandi brekku norðan þjóðvegarins um Hvítársíðu, í um 160 metra hæð yfir sjávarmáli<ref name=Gísli />. Þar er kirkja sem var vígð 1908 og endurbyggð 1953. Hún var reist í stað eldri kirkju sem var frá 1882&ndash;3 en fauk í desember 1907. Kirkjan var upphaflega byggð úr timbri en það hefur verið steypt utan um hana og turni bætt við. Umhverfis kirkjuna er kirkjugarður. Það eru þrjú íbúðarhús á staðnum, reist af mismunandi kynslóðum, það elsta merkt byggingarárinu 1917.