„Mani pulite“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 42:
 
==Stríðið milli Berlusconis og Di Pietro==
[[Mynd:Berlusconi small 1996.jpg|frame|79px|Silvio Berlusconi]]
Nú hófst hálfgert stríð milli [[framkvæmdavald]]sins og dómsvaldsins. Öðrum megin voru dómararnir að rannsaka fjárreiður [[Fininvest]], fyrirtækjasamsteypu forsætisráðherrans, og á móti sendi ríkisstjórnin skoðunarmenn sína inn á skrifstofur dómaranna til að leita að merkjum um óreiðu og spillingu. Brátt komu fram ásakanir á hendur Di Pietro sem urðu til þess að hann sagði af sér embætti dómara. Árið eftir leiddi opinber rannsókn til þess að hann var hreinsaður af áburðinum. Hann hóf þátttöku í stjórnmálum, fyrst sem óflokksbundinn í stjórn [[Romano Prodi|Romanos Prodis]] ([[1996]]-[[1998]]) og síðan með sína eigin stjórnmálahreyfingu: [[Italia dei Valori]].