„Henry Ford“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 18:
| undirskrift = Henry Ford Signature.svg
}}
'''Henry Ford''' (30. júlí 1863 – 7. apríl 1947) var stofnandi [[bíll|bílaframleiðandans]] [[Ford Motor Company]] [[1903]] sem var eitt af fyrstu fyrirtækjunum til að notast við [[færiband]]avinnslu til að fjöldaframleiða ódýra bíla. Aðferðir þær sem fyrirtæki hans beitti við framleiðslu bifreiða urðu sýnidæmi fyrir nýjar aðferðir og ollu þannig byltingu í efnahagslífi heimsins á [[20. öldin|20. öld]]. Með þessum aðferðum urðu bifreiðar í fyrsta sinn nægilega ódýrar til að verkafólk gæti keypt þær. [[Fordismi]] varð almennt hugtak yfir fjöldaframleiðslu, tiltölulega há laun verkafólks samfara lágu verði til neytenda. Henry Ford varð einn af frægustu og ríkustu mönnum heims á sinni tíð.
 
Frá þriðja áratugi 20. aldar var Ford annálaður fyrir [[gyðingahatur]] og fyrir að skrifa og dreifa áróðursgreinum gegn gyðingum í vikublaðinu ''The Dearborn Independent''. Skrif hans höfðu nokkur áhrif á þróun [[Nasismi|nasisma]] í Þýskalandi. <ref name='WP'>{{Vefheimild|titill=Ford and GM Scrutinized for Alleged Nazi Collaboration|mánuður=30. nóvember|ár=1998 |url=https://www.washingtonpost.com/wp-srv/national/daily/nov98/nazicars30.htm|útgefandi=''[[The Washington Post]]''|bls=A01|mánuðurskoðað=5. júní|árskoðað=2019}}</ref>