„WebKit“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Comp.arch (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 2:
'''WebKit''' er [[myndsetningarvél]] fyrir [[myndsetning]]u [[vefsíða|vefsíðna]]. [[Safari]]-vafrinn frá [[Apple]] notar hana og [[Google Chrome]]<nowiki/>-vafrinn notaði vélina fram að útgáfu 27. WebKit er skrifað í [[C++]] en hjúpað með [[Objective-C]]-[[forritunarviðmót]]i í stýrikerfum Apple.
 
Upphaf WebKit má rekja til þess að Apple-forritarar [[kvíslun|kvísluðu]] myndsetningarvél [[KDE]]-verkefnisins, [[KHTML]] (og KJS), árið 2001 og þróuðu áfram fyrir [[Mac OS X]]. Árið 2005 gaf Apple alla hluta WebKit út með [[opinn hugbúnaður|opnu notendaleyfi]]. Apple, Google o.fl., t.d. KDE forritararnir, þróuðu WebKit áfram og notuðu WebKit.
 
Árið 2013 tilkynntu [[Google]] og [[Opera Software]] að þeir hefðu kvíslað WebKit í nýja myndsetningarvél, [[Blink]]. [[Opera Software]] tilkynnti síðar að þeirra vafri Opera myndi skipta úr WebKit yfir í Blink, og flestir aðrir hafa gert hið sama í kjölfarið, og nánast eingöngu Apple notar WebKit áfram. WebKit er líka vörumerki Apple (skráð í bandaríkjunum).
 
Helstu hlutar WebKit eru WebCore sem útfærir myndsetningarvélina og [[Document Object Model|DOM]]ið, JavaScriptCore sem útfærir stuðning við [[JavaScript]] og Drosera sem er JavaScript-villuleitarforrit.