„MacOS“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Comp.arch (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Comp.arch (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 13:
macOS er annað [[Unix]]-lega stýrikerfi [[Apple Inc.]] Það fyrsta var [[A/UX]] kerfið sem Apple þróaði snemma á [[1991–2000|tíunda áratugnum]] til að keyra á netþjónum sem fyrirtækið framleiddi, það átti líka hlut í þróun [[MkLinux]] en það kerfi keyrði aldrei á vélum seldum frá fyrirtækinu.
 
Nýjustu útgáfur macOS keyra eingöngu á 64-bita örgjörvum, og hefur Apple tekið út stuðning fyrir 32-bita forrit. Upphaflega útgáfan af OS X, keyrði eingöngu á (32-bita) PowerPC örgjörvum, en síðar var skipt yfir í að nota Intel örgjörva, sams konar og notaði höfðu verið á Windows, og frá þeim tíma hefur líka verið hægt að keyra Windows á tölvunum sem macOS er fyrir.
 
macOS sjálft er skrifað í forritunarmálunum, C, C++, Objective-C, og að auki í seinni útgáfum í nýja máli Apple Swift. Það er hægt að skrifa forrit fyrir macOS (og iOS) í alls konar málum, ekki bara þessum, en mjög algengt var að nota Objective-C, en ekki lengur, og nú er Swift mikið notað.