„Christian Lous Lange“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
 
Lína 28:
Þegar ársþing [[Alþjóðaþingmannasambandið|Alþjóðaþingmannasambandsins]] var haldið í [[Ósló|Kristjaníu]] árið 1899 vann Lange sem þingritari þess. Frammistaða hans þótti svo góð að þegar norska stórþingið stofnaði [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsnefnd]] fyrir [[friðarverðlaun Nóbels]] var Lange valinn ritari hennar. Lange vann í mörg ár með Nóbelsnefndinni, meðal annars við að rita skýrslur um þá sem tilnefndir höfðu verið til verðlaunana og kynna þær fyrir stórþinginu. Hann vonaðist til þess að Nóbelsstofnunin yrði leiðandi í alþjóðlegri friðarbaráttu og myndi til dæmis hafa á sínum snærum óháða rannsóknarmenn til að takast á við kvartanir frá nýlendum sem ekki væru aðilar að alþjóðarétti.<ref name=nbl /> Lange sagði af sér sem ritari Nóbelsnefndarinnar árið 1909 og varð þess í stað fyrsti launaði aðalritari Alþjóðaþingmannasambandsins. Til að gegna starfinu flutti hann til [[Brussel]].<ref name=nobel /> Hann var þó áfram ráðgjafi Nóbelsnefndarinnar til ársins 1933, en þá varð hann meðlimur í nefndinni og hélt þeirri stöðu til dauðadags.<ref name=nobel />
 
Lange tók starf sitt hjá Alþjóðaþingmannasambandinu alvarlega og afþakkaði meðal annars árið 1914 tilboð frá norska forsætisráðherranum [[Gunnar Knudsen|Gunnari Knudsen]] um að gerast utanríkisráðherra.<ref name=nbl /> Hann neyddist þó sama ár til að snúa heim til Noregs vegna [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjaldarinnar]] þegar Þjóðverjar hertóku Belgíu. Stríðið var reiðarslag fyrir Alþjóðaþingmannasambandið þar sem stríðsaðilar hættu að styðja stofnunina. Lange tókst þó að halda sambandinu á floti með fjárstuðningufjárstuðningi frá [[Friðarstofnun Carnegies]].<ref name=nbl /><ref name=nobel /> Eftir styrjöldina kallaði Lange saman þing sambandsins í [[Genf]] árið 1920 og þaðan í frá voru þing þess haldin árlega í borginni.<ref name=nobel /> Lange lét jafnframt flytja skrifstofu Alþjóðaþingmannasambandsins til Genf, þar sem það var nálægt höfuðstöðvum hins nýstofnaða [[Þjóðabandalagið|Þjóðabandalags]].<ref name=nobel />
 
Auk starfa sinna hjá Nóbelsnefndinni og Alþjóðaþingmannasambandinu var Lange virkur í ýmsum alþjóðahreyfingum, bæði á eigin vegum og sem stjórnarfulltrúi Noregs. Hann var fulltrúi í sendinefnd Noregs á [[Friðarráðstefnurnar í Haag|friðarráðstefnunni í Haag]] árið 1907 og frá árinu 1915 var hann virkur í alþjóðlegum friðarsamtökum sem stofnuð voru í borginni. Frá árinu 1915 var hann sérstakur upplýsingafulltrúi Friðarsamtaka Carnegies og skrifaði fyrir stofnunina skýrslu um aðstæður í stríðshrjáðum löndum árið 1917. Eftir stofnun Þjóðabandalagsins var Lange ýmist fulltrúi eða varaformaður þess í Noregi.<ref name=nobel />