„Wikipedia:Kynning“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar 157.157.93.199 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Þjarkur
Merki: Afturköllun
Lína 1:
[[Wikipedia|Wikipedía]] er [[Frjálst efni|frjálst]] [[Alfræðiorðabók|alfræðirit]] skrifað í samvinnu fjölmargra notenda um allan heim. Allar breytingar eru skráðar í breytingaskrá einstakra síðna. Aðrir notendur fylgjast með því hvaða [[Kerfissíða:Nýlegar breytingar|breytingar]] eru gerðar og fjarlægja skemmdarverk og bull yfirleitt fljótt.
 
HUGTAKIÐ þjóðerni og ýmis fleiri af því leidd svo sem þjóðernisvitund, þjóðernisstefna, þjóðernismetnaður og þjóðremba hafa verið ofarlega á baugi í fræðilegri umræðu víða um lönd undanfarin hálfan annan áratug eða svo. Jafnframt hafa fræðimenn af eðlilegum ástæðum velt fyrir sér ýmsum öðrum spurningum, t.d. um hugtakið þjóð, sjálfsímyndir, hvenær og hvort fólk telji sig fremur hluta af þjóð (sem stundum er hið sama og þjóðríki) eða öðrum og staðbundnari hópum og einingum, og þannig mætti áfram telja. Margvíslegar kenningar og skoðanir hafa blandast inn í þessa umræðu og hún er í senn skýrt og skemmtilegt dæmi um gagnsemi þverfaglegrar fræðimennsku, þar sem fólk úr ýmsum greinum fræðanna kemur að verki.
Eins og vænta má af fræðilegri umræðu sem staðið hefur lengi og margir hafa tekið þátt í, hafa viðhorfin til höfuðviðfangsefnisins, þjóðernisins, breyst nokkuð. Það kemur glögglega fram, í titli þessarar bókar, eða öllu heldur spurnarmerkinu í lok hans. Hér áður fyrr var þetta allt ósköp einfalt: Þjóð myndaði það fólk sem átti ríkisborgararétt í tilteknu þjóðríki og/eða "átti sameiginlega sögu, tungu og menningu", eins og mig minnir að hafi staðið í kennslubókum. Íslendingar voru til að mynda ein þjóð,um það þurfti enginn að efast. Við urðum þjóð (samkvæmt Íslandssögubókum sem kenndar voru í barnaskóla) þegar Ingólfur og Hallveig stigu hér fæti á land, og höfðum verið það síðan. Sama máli gegndi um aðrar Norðurlandaþjóðir og enginn efaðist um að Færeyingar væru þjóð, þótt þeir væru líka danskir ríkisborgarar (eins og við vorum fram til 1. desember 1918). Á mínum sokkabandsárum var sjaldan eða aldrei talað um fjölþjóðaríki (það hugtak var ekki til), en okkur var vitaskuld kennt að til væru ríki sem byggð væru mörgum "þjóðabrotum", t.d. Bandaríkin, Sovétríkin og Júgóslavía Títós. Var þá stundum ekki laust við, að við sem nutum þess að eiga "hreint" þjóðerni, vorkenndum þessum þjóðum svolítið. Um flóknari vandamál, t.d. hvort Íslendingur hætti að vera íslenskur og yrði t.d. Bandaríkjamaður ef hann fluttist vestur um haf, var helst ekki rætt.
 
Þá er aftur komið að spurnarmerkinu í titli þessarar bókar. Það stendur þar, að sögn ritstjóranna, "til marks um efasemdir höfunda um órofna sögu íslensks þjóðernis frá landnámsöld til lýðveldis". Og einmitt þessi setningarhluti lýsir í hnotskurn efni greinanna í bókinni, þeim fræðilegu viðfangsefnum sem höfundarnir glíma við. Enginn þeirra efast um að til sé íslenskt þjóðerni. Þeir velta hins vegar fyrir sér merkingu þess á ýmsum tímum, hvenær það hafi orðið til, hvernig það birtist, hverjir geti talist íslenskir og hverjir ekki, hvernig opinberir aðilar og aðrir ali á þjóðaernisvitund og þjóðarmetnaði (oft þjóðrembu) o.s.frv. Einn höfundur veltir því líka fyrir sér hvort álfar og huldufólk í klettum og hólum á Íslandi geti talist Íslendingar og annar spurði sjálfan sig eitt sinn hvort aðrar verur úr dýraríkinu eigi að teljast íslenskar, t.d. hundar og kettir. Fæstir höfundanna reyna að veita endanleg svör við spurningum sínum og vafalaust eiga fræðimenn eftir að ræða margar þeirra lengi enn.
 
Þessi bók hefur að geyma alls þrettán ritgerðir, auk formála og lokaorða. Hún skiptist í fjóra meginhluta, sem bera yfirskriftina Þjóðin fyrir þjóðernið, Mótun þjóðernis, Þjóð meðal þjóða og Hverjir eru þjóðin? Gefa þau heiti dágóða hugmynd um viðfangsefnin. Þau eru af ýmsum toga og þar sem höfundarnir koma úr fleiri en einni fræðigrein, nálgast þeir viðfangsefni sín með ólíkum hætti. Er það góður kostur við bókina.
 
Allar eru ritgerðirnar í bókinni vel og skemmtilega skrifaðar. Höfundarnir hljóta allir að teljast til yngri kynslóðar fræðimanna, flestir fæddir um og eftir 1970, og samkvæmt höfundaskrá í bókarlok eru þeir allir nema tveir enn við nám. Sjónarhorn þeirra er af þeim sökum ferskt og í greinunum koma fram áhrif úr ýmsum áttum. Að minni hyggju er góður fengur að þessu greinasafni og það hlýtur að vekja lesendur til umhugsunar um mörg fræðileg viðfangsefni.
 
Í lokaorðum er birt viðtal sem Ólafur Rastrick tók við sagnfræðingana Gunnar Karlsson og Guðmund Hálfdanarson en þeir hafa á undanförnum árum farið einna fremstir í rannsóknum á "þjóðernisfræðum" hér á landi. Viðtalið varpar að sönnu ljósi á hugmyndir þeirra og skoðanir, en er annars svolítið á skjön við annað efni bókarinnar.
 
Allur frágangur þessarar bókar er smekklegur og prentun góð.
 
== Um hvað má ég skrifa? ==