„Loki“: Munur á milli breytinga

2 bætum bætt við ,  fyrir 2 árum
(→‎Afkvæmi Loka: Leiðrétti stafsetningu og málfar)
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Loki gat þrjú afkvæmi með tröllkonuni, Angurboðu, hvert öðru hryllilegra. Miðgarðsormur, risaslangan sem býr í hafinu umhverfis Miðgarð, og [[Fenrisúlfur]], risastór úlfur, eru báðir undan Loka og Angurboðu komnir og eru tvö helstu tortímingaröfl í norrænni goðafræði. Þriðja afkvæmi þeirra er [[Hel]] en hún ríkir yfir Nifl og tekur við sálum þeirra sem ekki deyja hetjulega í bardaga. Einnig á Loki tvo syni með konu sinni Sigyn, þeir heita Váli og Narfi.
 
== SmiðurinSmiðurinn ==
Eitt afkvæmi Loka er enenn ótalið en það er hinn áttfætti hestur [[Sleipnir]]. Er bergrisi einn kom til ásanna og bauðst til að byggja múr í kringum Ásgarð. Hann sagðist vilja fá himintunglin sól og mána að launum og hönd hinnar fögru Freyju. Sagðist hann myndi ljúka verkinu á þremur árstíðum. Leist ásum ekki vel á það tilboð, en kvaðst Loki hafa ráð. Æsir myndu gefa smiðnum tíma eina árstíð, einn vetur, til sumardagsins fyrsta til að klára múrinn. Ef honum tækist ekki að ljúka við múrinn á þeim tíma fengi smiðurinn ekkert að launum. Taldi Loki að smiðurinn myndi þá ná að ljúka við stærstan part múrsins, án þess að klára hann alveg, og það yrði létt verk fyrir goðin að klára hann. Þá fengju þau múrinn ókeypis.
Smiðurinn gekkst við tilboði ásanna. Hann mátti enga hjálp fá, en mátti þó nota hest sinn, mikinn fák er hét Svaðilfari, til að bera grjót í múrinn. Hverja nóttu bar hann hlass af steinum. Þannig skorti smiðinn aldrei steina og gat einblínt á byggingu múrsins. Þegar dró nær sumri sá Loki að smiður myndi klára verk sitt og varð þá hræddur mjög. Brá hann sér í líki hryssu svo hann gæti lokkað Svaðilfara, hest smiðsins í burtu. Er smiður sá að hann myndi ekki klára verk sitt rann í hann æði og æsir sáu að hann var jötunn. Kom þá Þór og banaði Þursanum.
Seinna kom Loki aftur til Ásgarðs með áttfættan hest, er æsir nefndu Sleipni, en sagði ásum aldrei hvaðan hann kom.
13

breytingar