„Paul Henri Balluet d'Estournelles de Constant“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: {{Persóna | nafn = Paul Henri Balluet d'Estournelles de Constant | mynd = Balluet d'Estournelles de Constant.jpg | myndatexti = | fæðingardagur = 22. n...
 
Lína 26:
Sem þingmaður hafði Estournelles de Constant afskipti af nýlendumálefnum og beitti sér jafnan gegn nýlendustefnu [[Þriðja franska lýðveldið|þriðja lýðveldisins]]. Hann talaði fyrir því að nýlendusæti á franska þinginu yrðu lögð niður og mælti með því að nýlendurnar yrðu gerðar að verndarsvæðum í stað þess að vera aðlagaðar að franskri menningu samkvæmt stefnu lýðveldistímans. Estournelles de Constant var harður andstæðingur stofnunar franskrar nýlendu á [[Madagaskar]] og mótmælti jafnframt skiptingu stórveldanna á [[Kína]]. Innanlands mótmælti hann því sem hann kallaði „hneykslum gagnvart góðum siðum“ (fr. ''outrages aux bonnes mœurs''). Hann studdi [[Alfred Dreyfus]] í [[Dreyfus-málið|Dreyfus-málinu]] og barðist fyrir því að líkamsleifar [[Émile Zola]] yrðu lagðar í [[Panthéon-hvelfingin|Panthéon-hvelfinguna]] í París vegna baráttu Zola í þágu Dreyfusar.
 
Ofar öllu beitti Estournelles de Constant sér fyrir bættum milliríkjasamskiptum og var dómari við [[Fasti gerðardómstóllinn|Fasta gerðardómstólinn]] í [[Haag]] frá árinu 1900. Hann var fulltrúi Frakka á báðum [[Friðarráðstefnurnar í Haag|friðarráðstefnunum í Haag]] árin 1898 og 1907 og lýsti þar hugmyndum sínum um sameinaða Evrópu.
 
Estournelles de Constant samdi ýmis sagnfræði- og stjórnmálarit og jafnvel einstaka leikrit. Hann samdi gjarnan greinar fyrir fréttablöðin ''Le Temps'', ''La Revue de Paris'' og ''La Revue des deux mondes''. Þar sem hann var kvæntur Bandaríkjakonu, Daisy Sedgwick Berend, ferðaðist hann einnig talsvert og skrifaði um [[Bandaríkin]].