Munur á milli breytinga „Guðmundur Böðvarsson“

ekkert breytingarágrip
 
'''Guðmundur Böðvarson''' ([[1. september]] [[1904]] – [[3. apríl]] [[1974]]) var íslenskt [[skáld]], [[þýðandi]] og [[bóndi]].
 
Guðmundur fæddist að Kirkjubóli í [[Hvítársíðuhreppur|Hvítársíðu]] í [[Borgarfjörður|Borgarfirði]] og bjó þar mestalla ævi sína. Hann vakti athygli með fyrstu ljóðabók sinni, ''Kyssti mig sól'', árið [[1936]]. Alls gaf hann út tíu frumsamdar ljóðabækur og þýddi auk þess, tólf kviður úr ''Gleðileiknum guðdómlega'' eftir [[Dante Alighieri]]. Auk þess gaf hann út eina skáldsögu, þrjú sagnasöfn og skrifaði ótal greinar, enda var hann virkur í pólitískri baráttu, einkum gegn bandarískri hersetu á Íslandi. Guðmundur sat mörg ár í hreppsnefnd í Hvítársíðu og var í nokkur ár formaður skólanefndar Reykholtsskóla.
 
Guðmundur kvæntist frænku sinni Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Hvammi í Hvítársíðu, árið 1931 og bjó með henni þangað til hún lést 1971. Þau eignuðust þrjú börn saman. Guðmundur var jarðsunginn á Gilsbakka
Óskráður notandi