„Lentiveira“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Lentiveirur''' eru undirflokkur af retróveirum sem valda ekki æxlisvexti heldur sjúklegum breytingum í frumurækt og hæggengum bólgusjúkdómum í dýrum. Na...
 
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Lentiveirur''' eru undirflokkur af [[retróveira|retróveirum]] sem valda ekki æxlisvexti heldur sjúklegum breytingum í frumurækt og hæggengum bólgusjúkdómum í dýrum. Nafnið er dregið af orðinu lentus í latínu sem þýðir hægur. Íslenski vísindamaðurinn [[Björn Sigurðsson]] setti árið [[1954]] fram kenningu um hæggenga veirusjúkdóma og var kenningin byggð á rannsóknum hans á sauðfjársjúkdómunum [[Mæðiveiki|mæðu]] og [[visna|visnu]] sem bárust til Íslands árið [[1933]] með [[Karakúlfé|karakúlfé]]. Veiran sem olli visnu var fyrst ræktuð í frumurækt frá kindaheila árið [[1957]] og ári seinna ræktaðist mæðiveira frá sýktum lungum. Rannsóknir sýndu að það var sama veiran og var hún nefnd mæði-visnuveira. Þegar veiran sem veldur [[alnæmi]] (HIV veiran) ræktaðist frá alnæmissjúklingum árið 1980 koma í ljós að sú veira var einnig lentiveira og náskyld mæði-visnuveirunni. Alnæmisveiran var fyrsta lentiveiran sem uppgötvaðist sem olli hæggengum smitsjúkdómum í mönnum.<ref>Halldór Þormar, [https://timarit.is/page/6780419?iabr=on ''Mæði og visna og upphaf lentiveirurannsókna''],Náttúrufræðingurinn 85 (1–2), bls. 37–45, 2015</ref>
 
== Tilvísanir ==