„Lýðveldi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Dagga77 (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:Statue-place-Republique2.jpg|thumb|right|[[Marianne]], táknmynd lýðveldisins í París, Frakklandi.]]
{{stjórnarfar ríkja}}
'''Lýðveldi''' er tegund [[stjórnarfar]]s þar sem [[þjóðhöfðingi]]nn er kjörinn eða útnefndur, oftast um ákveðinn tíma en embættið er ekki látið ganga í arf líkt og í [[Konungsveldi|konungsveldum]]. Það að land sé lýðveldi þarf ekki að merkja það að stjórnarfarið í því landi einkennist af '''[[lýðræði]]'''. Stundum er þjóðhöfðinginn kjörinn af þjóðinni sjálfri en stundum af [[Kjörmannaráð|kjörmönnum]], [[þing]]i eða fámennri valdaklíku.
 
Lýðveldi sem stjórnarfar er mjög gamalt en frægasta lýðveldi fornaldar er tvímælalaust [[Rómaveldi]] sem var lýðveldi frá [[509 f.Kr.]] til [[27 f.Kr.]] og fylgdi tveimur grundvallarlögmálum varðandi embætti [[Ræðismaður|ræðismanns]] eins og æðsta embætti ríkisins var kallað. Annars vegar var það að enginn skyldi gegna embættinu lengur en eitt ár og hins vegar það að aldrei skyldu færri en tveir menn gegna embættinu á sama tíma.