„Svartidauði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 5.23.84.123 (spjall), breytt til síðustu útgáfu TKSnaevarr
Merki: Afturköllun
Lína 39:
Enginn vissi hver orsök plágunnar var eða hvernig hún smitaðist. Þar sem almenningur hélt að svartidauði væri plága send frá [[Guð]]i til að refsa fyrir syndir manna fyrirskipaði páfinn í kjölfarið að gengnar skyldu [[helgiganga|helgigöngur]] og sungnir helgisöngvar á tilteknum dögum. Þúsundir manna mættu í þessar göngur og margir gengu berfættir með svipur og slógu á bak sitt með svipu þar til blæddi. Voru þeir kallaðir flagellantarnir eða [[sjálfspískari|sjálfspískarar]]. [[Klemens VI]] páfi var meira að segja sjálfur viðstaddur sumar þessara ganga.
 
Sumstaðar var reynt að finna einhverja sem gætu átt sök á faraldinumfaraldrinum. Einhverjir menn fundust með torkennilegt duft í fórum sér. Voru þeir sakaðir um að hafa eitrað drykkjarvatnið og brenndir á báli. Einnig voru menn á því að gyðingar hefðu eitrað brunnana og voru margir þeirra ofsóttir og brenndir. Aðrir voru á þeirri skoðun að vanskapaðir og bæklaðir ættu sökina og ráku þá burt.
[[Mynd:Burning Jews.jpg|thumb|left|Gyðingar brenndir á báli í Svarta dauða.]]
Í Þýskalandi er talið að fólksfækkun hafi verið 33-50% á seinni hluta 14. aldar. Þar var mikið um Gyðingamorð og sjálfspískun á tímum Svarta dauða. Sjálfspískararnir voru oft miklir Gyðingahatarar en Gyðingamorð voru algeng viðbrögð fólks við pestinni. Voru margir [[Gyðingar]] brenndir í [[Solothurn]], [[Zofingen]] og [[Stuttgart]] svo eitthvað sé nefnt.