„Váli“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Þjarkur færði Váli (norræn goðafræði) á Váli
 
Lína 48:
Í ''[[Skáldskaparmál]]um'' birtist listi af skáldskaparkenningum fyrir Vála. Þar stendur um hann: „Hvernig skal kenna Vála? Svá, at kalla hann son Óðins ok Rindar, stjúpson Friggjar, bróður ásanna, hefniás Baldrs, dólg Haðar ok bana hans, byggvanda föðurtófta.“
 
Nokkrum heimildum kemur saman um að Óðinn hafi [[Nauðgun|nauðgað]] Rindi til þess að geta Vála og láta hann hefna Baldurs. Í kvæðinu ''[[Sigurðardrápa|Sigurðardrápu]]'' eftir [[Kormákur Ögundarson|Kormák Ögundarson]] er vikið að því að Óðinn hafi beitt galdrarúnum til þess að ginna Rindi til samfara við sig.<ref>{{Vefheimild|titill=Sigurðardrápa (B1)|url=http://heimskringla.no/wiki/Sigurðardrápa_(B1)|útgefandi=Heimskringla.no|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=3. apríl}}</ref> Ýtarlegri frásögn af getnaði Vála birtist í ''[[Gesta Danorum]]'', en þar er greint frá því að Óðinn bregði sér í kvenmannslíki og gerist læknir prinsessunar RinduRindar, dóttur konungs Rútena ([[Rússar|Rússa]]).<ref>Finnur Jónsson (1913). Goðafræði Norðmanna og Íslendinga : Eftir heimildum. Reykjavík: Hið íslenska bókmentafjelag. [Enginn höfundarréttur hvílir lengur á verkinu].</ref> Hann fær konunginn til að binda Rindi niður í lækningaskyni og nauðgar henni síðan. Með nauðguninni er Váli getinn og síðardagsgamall er hann látinn hefna Baldurs.<ref name=DeVries>[[Jan de Vries]]. 2. útgáfa 1957, endurprentað 1970. ''Altgermanische Religionsgeschichte''. 2. bindi (Berlín: De Gruyter), 79&ndash;80.</ref>
 
==Tilvísanir==