„Níðstöng“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 19:
 
==Nútímanotkun==
Á Íslandi eru níðstangir enn reistar stöku sinnum. Talið er að um sé að ræða órofna hefð frá landnámi Íslands. Árið 2006 reisti Þorvaldur Stefánsson bóndi í Otradal níðstöng þar sem kallað var til landvætta til að „reka Óskar Björnsson úr landi eða gangiganga að honum dauðum“. Tilefnið var að Óskar hafði fyrir slysni ekið á hvolp í eigu Þorvalds. Þorvaldur var fyrir vikið kærður til lögreglu fyrir morðhótun.<ref>{{Vefheimild|titill=Níðstöng veldur vandræðum|url=http://www.visir.is/nidstong-veldur-vandraedum/article/200661221100|mánuðurskoðað=1. maí|árskoðað=2020|útgefandi=''Vísir''|mánuður=21. desember|ár=2006}}</ref>
 
Árið 2006 reisti norskur stjórnmálamaður nokkrar níðstangir með sauðshöfðum til þess að mótmæla héraðskosningu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ranablad.no/nyheter/aksjonerte-med-sauehoder/s/1-93-2465567|útgefandi=Rana Blad|titill=Aksjonerte med sauehoder|höfundur=Hugo Charles Hansen|ár=2006|mánuður=12. desember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=1. maí}}</ref>